<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 02, 2004

Tú dán... tú tú gó... 

Jæja... hálfnað verk þá hafið er! Ég er búinn að hanna 2 af þeim 4 tattúum sem ég á að skila af mér eftir helgi. Á að hanna á 3 bök (frá öxl til axlar) og eitt rétt fyrir ofan rass (á stúlkukind). Bara nett ánægður með afraksturinn!!! En mig dauðlangar að sýna ykkur þau en þar sem að ég lofa því alltaf að myndin sem ég hanna fari aðeins á eina manneskju þori ég ekki að setja myndirnar á vefinn vegna þess að þeim gæti verið stolið :( Það væri líka ekkert smá ömurlegt fyrir manneskju að sjá svo einhvern niðrí bæ með nákvæmlega sama tattú þegar ég er búinn að gefa loforð að það fái enginn sömu mynd. Svolítið erfitt reyndar til lengdar að hanna alltaf nýtt frá grunni... en hey... það eru 6 manneskjur á Íslandi með hönnun eftir mig! (bráðum 10). Reyndar er Sólborg vinkona með 3 stk. frá mér en hún vill ekki fá sér permanent tattú svo að 3-5 ára tattú er keisið hjá henni. Svo er ég með eina ósótta... sem verður sótt einhverntímann í framtíðinni. Svo þarf ég bara að setja 'price-tag' á verkin og allir verða ánægðir :)

Við feðgarnir erum búnir að hafa það fínt um helgina og búnir að vera á fullu. Brunuðum í bæinn í gær úr Borgarnesinu, renndum í mat til D&D+A (Dabbi og Dísa og Aðalheiður), fórum svo í hádegisbíó í dag á Yu-Gi-Oh og það var ótrúlega gaman (fannst mér), beint í sund, heimsókn til Halla og Hörpu, renndum við hjá Leibba Djazz sem variggi heima og svo bara heim í dótið. Á morgun ætlum við að kíkja uppá Skaga til Mömmu Rokk því að ég þarf að kíkja aðeins á hljónstaræ'ingu af því að árshátíð Norðuráls er um næstu helgi. Við erum semsagt að fara að spila þar... 10 lög. Hmmm... maniggi eftir fleiru í augnablikinu...
That's all folks!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?