<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 20, 2004

We've touched the famous people in Iceland! 

Ég og Hlynur fórum aðeins í Kringluna í dag og þegar við vorum að fara hittum við Pétur Jóhann Sigfússon. Hlynur elti hann inní bónstöðina í Kringlunni og spurði hann hvort að hann væri ekki kallinn úr Svínasúpunni :þ Ég stóð álengdar og flissaði og roðnaði til skiptis. Pétur gekk svo rakleiðis til mín og... Nei, blessaður... sagði hann við mig og ég rétti út hendina og heilsaði honum með handabandi og þakkaði honum fyrir síðast. Hann var nefnilega kynnir á árshátíð Norðuráls um daginn. Við spjölluðum aðeins þar bara á ljéttu nótunum... og þá er spurning hver er frægari... ég, af því að hann þekkti mig... eða hann af því að Hlynur þekkti hann :þ

Á Gay-pride í sumar sáum við feðgarnir Sveppa og frú og Hlynur hljóp samstundis til hans og sagði Blessaður við hann og heilsaði honum með handabandi... Þannig að núna eigum við bara eftir að hitta á Audda... Þá er PoppTíVí krúið búið að sjá okkur alla... (ég var reyndar alltaf á miðvikudögum kl. 23:00 í vor í sturtu með Audda... en það er spurning hvort að ég beiti því eitthvað fyrir mér ef ég skyldi rekast á hann :þ)

En það er samt ótrúlega fyndið hvað fólk verður rosalega frægt á Íslandi... Eins og t.d. með Pétur... hann verður líklegast fyrir aðkasti þegar hann skreppur aðeins í Kringluna og kíkir í Retró eða hvað sem hann gerir...

Við erum svo miklir smáborgarar :þ

Þetta varð svona týpískt kallaspjall... jæja, hvað segiru svo gott? Bara fínt maður... en þú? Bara það besta... þýðir nokkuð annað...? Nei, líklegast ekki... Er þetta sonur þinn? Jább... þetta er spegilmyndin... Já, hann er svolítið flottur gaur... Já, ég vill nú meina að ég hafi vandað mig aðeins... Já... en heyrðu... gaman að sjá þig... ég þarf að skjótast í Kringluna... er að verða of seinn... Blessaður... Blessaður...

En hann má eiga það... Hann er ógeðslega fyndinn og var viðbjóðslega fyndinn á árshátíðinni! Það var nú bara eins og eftir hálftíma í Stairmaster 2000 að hlusta á hann í 5 mín.

bk,
Óli smáborgari

This page is powered by Blogger. Isn't yours?