<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Dúndurfréttir 

Ég ákvað það eiginlega að geyma það fram að miðvikudegi að blogga um tónleikana á mánudagskvöldið í Austurbæjarbíói, þar sem að Dúndurfréttir tóku The Wall með Pink Floyd. Ég var alltof mikið í skýjunum á mánudagskvöldinu, í gær ómaði þægilegt suð í eyrunum þegar ég vaknaði og í dag þá get ég fyrst farið að hugsa um tónleikana út frá gagnrýnni hugsun.
Í fyrsta lagi þá klikka þeir sjaldan eða aldrei, félagarnir í Dúndurfréttum; Pétur, Einar, Matti, Ólafur, Ingi og gestaleikari þeirra Halli úr Dead Sea Apple. Ég er mikill aðdáandi Dúndurfrétta og varð eiginlega fastagestur frá fyrsta kvöldinu sem ég sá þá á Gauknum á sínum tíma. Ég er búinn að sjá þá yfir 10 sinnum og sá 'seinastu' uppfærslu á The Wall líka, þegar hún var í Borgarleikhúsinu.
Í samanburði við þá tónleika voru þessir frekar litlir og að mér fannst minna power í græjunum þeirra. Þannig er það allaveganna í minningunni. Það voru engin klikk á tónleikunum en mér fannst eins og Matti væri ekki alveg í fullkominni einbeitningu sem að hljóðfæraleikur Dúndurfrétta stytti alveg út.
Salurinn var ekki fullur af fólki eins og ég bjóst við og mér fannst hálf hallærislegt að þurfa að húkka úti í kuldanum þangað til rúmlega 20 mínútur yfir 10, en tónleikarnir áttu að byrja 22:30. Það sem setti samt sem áður mesta svip sinn á þessa tónleika var fyllerí á 'gamla fólkinu'. Mér fannst þetta hrikalega hallærislegt að drekka sig svona blindfullan og vera svo að standa upp í miðju sjóvi fyrir og eftir hlé til að fara að míga! Fyrir utan drykkjufýluna sem var þarna, 3 karlar sem sátu öðru megin við mig voru svolítið niðursokknir í bjórinn.

Tónlistin var samt sem áður alveg eins og hún átti að sér að vera og jafnvel betri svona læf en á plötunni. Þetta var ótrúlega vel heppnað kvöld, í góðum félagskap með góðri mússík... Svoleiðis áidda að vera. Ég hlakka til að heyra í þeim næst og ég saknaði þess mest á þessum tónleikum að heyra ekki 'Shine on you crazy diamond' sem uppklappslag. Þeir ná því alveg þvílíkt vel... betur en orginallinn finnst mér.

Nú eiga allir og sérstaklega þeir sem fóru ekki, að setja The Wall á fóninn, koma sér fyrir með teppi í sófanum, stilla hæfilega hátt, leggjast út af og loka augunum. Það er algjört möst.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?