<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Einstefnumiðill 

Fyndið að lesa á sellunni.is þar sem fólk er að fara með rangt mál og það er ekki hægt að leiðrétta það. Var að lesa pistil eftir Pétur Maack Þorsteinsson sem heitir: Kennarar sem nenna ekki að vinna. FÍNT!!! Guð hvað það væri búið að drulla yfir þessa grein ef það væri hægt að kommenta á þetta þarna.

„Með öðrum orðum þá sömdu kennarar af sér tengingu launa við starfsreynslu. Það er varla hægt að fara fram á að aðrir virði störf þeirra þegar þetta er viðhorf kennaranna sjálfra.“ Málið er bara þannig að seinustu samningar voru ekkert í höndum kennara... það var víst handfjatlað á annan hátt og hefur mér verið banna að ræða það frekar hér... þær bólfarir.

„Hitt atriðið sem tekið var upp í síðustu kjarasamningum og vakið hefur reyði [svo] kennara er þessi svokallaða fasta viðvera. Sjálfur prófaði ég einu sinni að kenna í gagnfræðaskóla og eftir því sem ég komst næst þá gengur föst viðvera út á það að kennarar séu á staðnum að minnsta kosti jafn margar klukkustundir og þeir fá greiddar. Þrátt fyrir að venjulegu fólki virðist sú krafa bæði hrein og bein, að fólk sé í vinnunni þann tíma sem sem það fær greitt fyrir, sjá kennarar málið í einhverju öðru ljósi. Fjölmargir kennarar hafa lýst því yfir bæði hátt og í hljóði að eftir að föst viðvera var tekin upp hafi laun þeirra í raun lækkað. Það er að segja, eftir að kennurum var sagt að vera í vinnunni þann tíma sem þeir fá borgaðan lækkaði kaupið. Ef laun fólks lækka þegar það er skikkað til að vera í vinnunni getur það ekki þýtt annað en að þetta sama fólk hafi verið að svíkjast um í vinnu. Þeir voru sumsé að skrópa.“ Er þá ekki málið að þeir fái viðunandi vinnuaðstöðu til þess að geta sinnt þeim undirbúningi sem kennslan krefst? En yfirferð heimaverkefna og prófa?

„Og þetta er hópurinn sem stefnir í að gera okkur hin gjörsamlega forviða með því að fella launahækkun upp á 16,5% á þeim forsendum að hún sé léleg. Ég myndi alveg þiggja þessa launahækkun og sjálfsagt eru flestir mér sammála. Og jú jú, kennarar eru ekkert ofhaldnir á þessum launum. Ég er meir að segja alveg á því að við ættum að hækka kaupið við suma þeirra. Jafnvel enn meira en þessi prósent sem nú stendur til.“ Já... hann væri nett sáttur við að hækka um 20 þúsund krónur í HEILDARLAUN eftir 30 ára kennslu eftir 4 ár... það er flott...

„En mér finnst líka að laun kennara eigi ekki að vera ákveðin yfir línuna með feitu pennastriki. Kennarar þurfa að sýna fram á að þeir séu launa sinna verðir, þeir sem geta það ekki hafa ekkert með hærra kaup að gera – ekki frekar en aðrir sem nenna ekki að vinna vinnuna sína.“ Amm... þetta líst mér vel á... færum ábyrgðina ennfrekar yfir á kennara... eigum þeir ekki bara líka að sjá um að venja þau af snuði og bleyjum og kenna þeim almenna kurteisi og borðsiði?!?!?

Það væri gaman að sjá hvort að hann myndi sætta sig við sömu laun og launakjör og kennarar hafa eftir að hafa lokið 3ggja ára sálfræðinámi við H.Í.

HANANÚ!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?