<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Já, þar varstu nú snjall! 

Ég man ekki hvort að ég hafi bloggað um það á sínum tíma... en allaveganna þá lenti ég í svolítið sniðugu atriði í körfuboltanum í dag. Maður af íslömsku bergi broti vatt sér að mér og spurði mig hvort að ég héti ekki Óli Örn. Mér var nú svolítið brugðið en kannaðist alveg við hann en mundi ekki hvaðan. Ég setti í brýrnar (brúnirnar? Þóra?) og spurði hann hvaðan ég þekkti hann... þá sagði hann mér að við höfðum setið eitthvert kvöldið á Kaffi list þar sem að ég hafi verið að kenna honum aðferð til þess að muna nöfn, þar sem að hann var svo lélegur að muna nöfn. Ég fattaði það þá að ég hafði gefið honum þær leiðbeiningar að í hvert skipti sem hann hitti/kynntist einhvern nýjan einstakling ætti hann að taka í höndina á honum/henni og segja nafnið hans: (handaband)Komdu sæl/ll XXX XXX. Það hefur greinilega setið svona í honum því að hann fattaði þetta áður en 10 mínútur voru búnar af tímanum og spurði mig hvort að ég væri ekki Óli Örn!

Mig minnir að hann sé Tyrki og mig minnir að hann eigi 5, 6 eða 7 eiginkonur. Það sat svolítið í mér þar sem að ég ræddi við hann um femínisma og þess háttar (alltaf að reyna að breyta öðrum menningarsamfélögum...) í tengslum við fjölda eiginkvenna. Hann er hér í háskólanámi og í FÍH (tónlistarskóli... elíta hljóðfæraleikara) á meðan þær bíða hans heima... stilltar og prúðar.

En það sem sat svolítið í mér líka var það að ég man ekki með neinu móti hvað hann heitir... ég hefði nú getað púllað þetta stönt á sjálfan mig til þess að muna hvað kallinn héti... en hey... þetta er samt ráð sem virkar!

Prófiði það næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?