<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Já er það?!?!? 

Jæja... hvað segiði gott? Maður veit nú ekkert hvað það eru margir sem eru búnir að gleðjast yfir þessum lögum ;)

En allaveganna þá verður ráðstefna 3ja árs uppeldis- og menntunarfræðinema; Uppeldið varðar mestu, haldin í sal Decode á fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi. Þar munu verða margvísleg erindi sem nemendur á 3ja ári í U- og M.fr. í H.Í. hafa gert einhversstaðar á námsferlinum. Þetta verður fjölbreytt ráðstefna sem stendur frá 15:00 til 18:30.

Ég var að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að setja erindi mitt; Staða feðra, hér inn... en ætla að sjá til hverjar undirtektirnar verða...

Annars má fræðast meira um ráðstefnuna í þessum link hérna.
Uppeldið varðar mestu
Ráðstefna uppeldis- og menntunarfræðinema við Háskóla Íslands.

Fimmtudaginn 4. nóvember 2004 verður hin árlega ráðstefna uppeldis- og menntunarfræðinema við Háskóla Íslands í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, kl. 15.00- 18.30. Flytjendur erinda eru nemar á 3. ári í uppeldis- og menntunarfræði og er ráðstefnan hluti af námsmati til BA.- prófs.

Hvert erindi tekur 10 mínútur, dagskrá er sem hér segir:

15:00 Setning ráðstefnu

Samskiptahæfni og siðgæðisþroski barna
- María Jónsdóttir
Dyslexía
- Guðlaugur Eyjólfsson
Siðferðismenntun
- Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir
Staða fatlaðra barna í íslenska skólakerfinu
- Drífa Baldursdóttir
Að styðja við barn með athyglisbrest
- Guðrún Hanna Hilmarsdóttir
Þjónusta við börn með Downs-heilkenni
- Hildur Halla Gylfadóttir
Tilfinningaviðbrögð hjá systkinum barna með sérþarfir
- Ásta S. Aðalsteinsdóttir
Þunglyndi barna og unglinga
- Kolbrún Ósk Jónsdóttir og Elísabet Svava Kristjánsdóttir

16:35 – 17:00 Hlé, léttar veitingar í boði

Kynfræðsla á villigötum
- Jens Ívar Albertsson
Kynjamunur í skólastarfi
- Ólafur Heiðar Harðarsson
Fjölkvillar: Fíklar og geðsjúkir í meðferðarkerfinu
- Sigríður Halldórsdóttir
Ég heiti mamma og ég ræð
- Edda Jóhannesdóttir og Hrefna Guðný Tómasdóttir
Þroskaheftir foreldrar
- Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir
Foreldrar, jafningjar og samfélag
- Ásdís Ýr Arnardóttir
Staða feðra
- Óli Örn Atlason

18:20 – 18:30 Ráðstefnuslit

Nánari upplýsingar á http://www.blog.central.is/radstefna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?