<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Og ástæðan er... 

Hvað er að gerast hérna á klakanum? Morð á morð ofan! Nú fara spekúlantar að spekúlera um raunverulegu ástæðurnar fyrir morðunum. Hver ætli niðurstaðan verði? Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hverjar ástæðurnar séu. Ætli það séu tölvuleikirnir sem Hrafn/Illugi Jökulsson talaði um? Ætli það séu kvikmyndirnar frá Hollívúdd? Ætli það sé uppeldið eða jafnvel andlegir kvillar?

Ég er líklega orðin hluti af hættulegustu mönnum Íslands í þessum töluðu orðum...
1. Ég bý í vesturhluta Reykjavíkur (sem er tölfræðilega hættulegasti staðurinn að búa á)
2. Ég á að baki sögu að hafa leikið mér í ofbeldisfullum tölvuleikjum (Doom; 1, 2, 3 og Ultimate Doom, Max Payne, Counter-strike)
3. Ég er áhugamaður um kvikmyndir frá Hollívúdd (Die hard o.fl.), bardagalistakvikmyndir (Kill Bill 1 og 2) og ofbeldisfullar teiknimyndir (Toy story 1 og 2)
4. Ég á barn úr fyrri sambúð (sjá útskýringu neðar)
5. Ég nefni berum orðum að beita sprengjuhótunum á opinberum grundvelli
6. Ég neyti áfengis öðru hverju (í hófi)

Svo eitthvað sé nefnt.

4. Útskýring: Leyniskyttan sem herjaði á BNA (USA) fyrir nokkru, var með það 'mótíf' í huga að skjóta nokkra 'random' og skjóta svo fyrrverandi kjéllíngu sína (láta það líta út fyrir að hafa verið 'random shooting') til þess að fá forræði yfir börnum þeirra, ég get mér til um að sá hræðilegi atburður í Kópavogi eigi rætur sínar að rekja til annað hvort; afbrýðisemi eða yfirvofandi forsjárdeilu án þess að vita það og einnig án þess að gera lítið úr þeim hrikalega atburði sem átti sér stað og aðstandendum þess.

Áðurgreindar ástæður eru nægilegar til þess að setja mig á lista yfir manneskju sem ætti tölfræðilega að vera líklegri en 'venjuleg manneskja', til þess að fremja morð. Eru þetta samt ekki allt 'venjulegar manneskjur'?

Þó svo að maður geti aldrei getið sér til um hvernig maður bregst við í ákveðnum aðstæðum vill ég þó meina að ég hafi ákveðinn slatta af kommon sensi sem gerir mér kleift að hafa það ofarlega í huga að það er ekki í mínum höndum að leika guð... þ.e. að taka líf. Ég hugsa að það myndi alveg gera út af við mig að bera það á bakinu fyrir utan það að hingað til hef ég ekki misst stjórn á mér á þann hátt að ég hef ekki vitað hvað ég sé að gera, undir áhrifum áfengis eða ekki.

Er siðferðisvitund mín það mikil að hún grípi inní áður en ég frem voðaverk á borð við morð? Ég ætla rétt að vona það... en samt sem áður veit enginn sína ævi fyrr en öll er... :/

Samt sem áður get ég fullvissað ykkur um að ofangreindar, líklegar, ástæður hafa ekki brenglað í mér siðferðisvitundina né siðferðiskenndina heldur frekar hvatt mig til þess að íhuga áhrif þeirra á siðferðisvitund mína. Fyrir utan þá staðreynd að mér finnst vænlegra að hlaupa í burt, frekar en að beita ofbeldi.

Hmm... makes you think, doesn't it?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?