<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Sei, sei bía! 

Já... maður getur ekki annað en tekið orð (frasa) Villa naglbíts sér til munns (ef svo mætti að orði komast) í ljósi nýju kennarasamninganna! Ég hef mjög takmarkaðan aðgang að fréttum og fréttatengdu efni... þ.e.a.s. ég nenni ekki að horfa á fréttir og nenni ekki að brávsa á mbl.is og visir.is. Ég fæ því eingöngu mínar fréttir frá Fréttablaðinu. Þar las ég, mér til mikillar ánægju í morgun að kennarar og sveitarfélög (Sveitt fjélög) hefðu komist að samkomulagi um kjör kennara.

SKO! Enn og aftur slá fjölmiðlar ryk í augun á fólki! 25% hækkun... VÚ-FOKKÍNG-HÚ!!! Það sem að um ræðir hér er rykkast...

Þessi grein birtist á vísi.is í dag:

Kennarar ekki á eitt sáttir
Laun kennara hækka um 18% að jafnaði á þremur og hálfu ári, samkvæmt nýja samningnum. Það er um 1,5% meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem var kolfelld. Svívirða, segir sumir kennarar og hafa strax ákveðið að hafna samningnum. Aðrir eru óvissir og segjast frekar vilja slæman samning en ennþá verri úrskurð gerðardóms.

Hann gildir til út maí 2008. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax, og 75 þúsund krónur 1. júlí á næsta ári. Fyrstu tvö launaþrepin falla niður strax, svo yngstu kennararnir fá þar með meiri hækkun en aðrir. Hann gildir til út maí 2008.

Þá munu kennarar hækka um 5,5% frá 1. október, 3% frá 1. janúar og 1. ágúst hækka laun þeirra um 9,27%. Á þessum tímapunkti hætta skólastjórar að hafa heimild til að hækka suma kennara um allt að þrjá launaflokka. Það var metið til 8,2% hækkunar. Í staðinn geta skólastjórar hækkað laun um 6500 krónur á mánuði. Þessa hækkun upp á 9,27% metur forysta kennara á 3%. Svo hækka laun í janúar á hverju ári um rúm tvö prósent.

Þá er það kennsluskyldan. Hún er nú 28 kennslustundir á viku, en lækkar í 27 stundir næsta haust, og svo 26 stundir ári seinna. Tíminn sem kennarar fá til undirbúnings kennslu eykst á móti, En kennarar eiga rétt á því að kenna áfram 28 stundir, og fá það greitt sem yfirvinnu. Víst er að samningurinn breytir mismiklu fyrir kennara. Kennaraforystan segir að laun hækki að jafnaði um 18%, sem er aðeins meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Inn í reikninginn spilar svo aldur, kennsluferill og staða. Sveitarfélögin segja kostnaðaraukann í kringum 30%.

Kennarar í Austurbæjarskóla voru að byrja að kynna sér samninginn í dag. Þeir voru ósáttir með að verið væri að bjóða kennurum nánast það sama og þeim hefði verið boðið í samningi sem þeir höfnuðu. Sumir þeirra sögðust ekki ætla að samþykkja þann samning sem nú lægi á borðinu.

Vill bara minna á að 93% kennara felldu næstum því sama sjittið... en hey... bjóðum þeim bara það sama aftur...
Mér finnst þetta hallærislegt að semja á þennan hátt EÐA láta allt fara fyrir gerðardóm... takk fyrir að bjóða upp á val... flokkast þetta undir andlegt ofbeldi? Kennararnir halda allaveganna virðingunni ef þetta fer fyrir gerðardóm. Er andlegt ofbeldi í þínum skóla???

This page is powered by Blogger. Isn't yours?