<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 08, 2004

„Setjum bara lög á kvikindin...“ 

Þó svo að ég hafi ekki heyrt þessa setningu orðrétt... þá vofir hún svolítið yfir núna eftir að kennarar felldu launalækkun sína með 93% atkvæða. Já, ég tala um launalækkun því að það er það sem gerist hjá mörgum kennurum til að byrja með... Þá erum við að tala um einhverja leiðréttingu sem verður til að byrja með fyrir eiginlegu 'launahækkunina'. Pff... blæs á þetta kjaftæði.
4339 kennarar völdu að fella tillöguna... af 4617. Þetta er mun meira afgerandi heldur ráð var gert fyrir og í kjölfarið er farið að ræða um afarkosti... setja bara lög á kennarana.

Samstaðan í herbúðum kennara er því næstum algjör... sem er líklegast meiri en fólk reiknaði með... þannig að ef til lagasetningar kemur þá halda þeir reisn sinni... ólíkt þeim sem setja á þá lög.

Kennarar, ég styð ykkur heilshugar (101%) og ég vona að þið náið að knýja fram raunverulega launahækkun. Áfram grunnskólakennarar!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?