<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Smáborgarar... 

Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir Eirík Haukson... 2 daga í röð! Rakst á Eirík Haukson rokkara fimmtudag og föstudag. Hann var svona nett sjúskaður að sjá og með honum bæði kvöldin var einhver hallærislegasti rokkarinn í evrópu. Gaurinn var í 'innvíðum' gallabuxum, svörtum bol og eldgömlum gallajakka. Til að toppa allt var hann svo með sítt, krullað 'að aftan'... Geðveikt fyndin sýn.
Íslendingar halda ekki vatni yfir frægu fólki og það voru svona 5-8 manns í kringum hann að syngja fyrir hann tóndæmi úr lögum sem Eiríkur hefur sjálfur sungið yfir ævina... ALVEG GEÐVEIKT HALLÆRISLEGT. Haldiði að það sé nú ekki gaman að heyra fólk syngja falskt ofan í mann eitthvað sem maður hefur sett líf og sál í (rokkið er þannig)? Nett pirraður á þessu reyndi Eiríkur bara að ganga um þannig að hann heyrði sem minnst af þessu. Við náðum augnasambandi og ég kinkaði létt kolli til hans og hann kinkaði kolli til baka. Það er rokk... maður verður að kunna sig...

LIFI ROKKIÐ!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?