<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 12, 2004

Alveg týpískt!!! 

Uppáhaldseinstefnumiðillinn minn boðar hækkun raforkuverðs í dag... hvar linnir þessu heilhveiti?!? Þetta er ekkert smá pirrandi!

Hvað gengur alþingismönnum til? Ég er farinn að hallast að því að þetta sé með eindæmum heimskt fólk sem við kjósum á þing! Kannski allir nema Steingrímur Joð. Ég er nú kannski ekki sammála öllu sem hann vill koma á hérna, en þetta er eini gaurinn sem þorir að segja sína meiningu... hann fær ómælt ríspekt frá mér fyrir það... það er bara verst að það eru allir hættir að hlusta á hann því að hann er á móti öllu... ÖLLU!
En heimskan ræður ríkjum núna á Alþingi... hækkum hitt... hækkum þetta... það er eins og þeim sé alveg drullusama um okkur alþýðuna af því að það eru ekki kosningar á næsta leyti. En þeim er náttúrulega drullusama um okkur... bara nett ánægð með sinn sjöhundruðþúsundkallámánuði og setja fleiri takmarkanir á ráðstöfunarfé landans. Beyglan (B-G-L-A... BEYGLA (Bubba-stæl)) hún Dagný skaut sig í báða fæturna með því að sitja hjá þegar það var kosið um hækkun skráningagjalda...
Af hverju getum við ekki kosið bara einstaklinga á þing?!? Ég held að það sé skynsamlegasta lausnin... þá losnum við við þessa meirihlutamyndanir sem gera ekki neitt nema að setja einhver leiðinleg lög á og standa ekki við þetta freistandi drasl í kosningarloforðunum!

Ég er alvarlega að spá í að setja saman flokk... Bókalistinn X-N... til þess að berjast fyrir hagsmunum nemenda og þeirra sem bíða lægri hlut í þessu velmegunar-/munaðarvörusamfélagi... ég hugsa að það verði ekki erfitt að fá a.m.k. einn kosinn á þing... Bara til að hafa einhvern nýjann þarna til þess að rífa kjaft með honum Steingrími Joð.

Æji ég veit það svosem ekki... en hey... ég er nú allaveganna þroskaðri heldur en margir þarna að ætla að senda einhvern á námskeið í kurteisi... og/eða lýðræði... er hægt að senda einhvern á námskeið í lýðræði?!?
Eins og ég segi: Heimskan allsráðandi inni á þingi!

En...
Verst að ég á ekki skyldfólk í JúEssEi... af því að ég væri svoleiðis búinn að panta og panta til að láta senda heim... núna þegar dollarinn eriggi neitt neitt.
Ég var tildæmis næstum því búinn að kaupa mér 12 strengja kassagítar með innbyggðum pikkup á 10 þúsund krónur í fyrradag!!! 10 þúsund kall! það er alveg 30 þúsund krónum ódýrara en sá allra ódýrasti hérna heima... og nýr að auki MEÐ tösku (hard-case)!!!

Ég var að spá í það hvort að maður ætti ekki að hrinda af stað www.amazon.is í samvinnu við www.amazon.com... sjá hvort að maður geti ekki stokkað aðeins upp þessu verðlagi hérna?

Hverjir eru með mér í stofnun Bókalistans og www.amazon.is?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?