<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 09, 2004

Emilía í Nælon 

Fórum í gær í heimsókn til ömmusystur Hlyns til að hitta ömmu Kristínu. Við vorum í heimsókn í þrjá tíma eða eitthvað og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Hlynur náði svo að hitta Emilíu frænku sína úr Nælon og það fór ótrúlega vel á milli þeirra. Emilía er líka svo elskuleg... indæl stúlka. Hún er svo laus við alla yfirborðskennd sem er ótrúlegt vegna þess að henni er að ganga svona vel með Nælon-hópnum. Við feðgarnir kvöddum svo og Hlynur fór með með sér jólasnjókúlu og plakat með stelpunum í Nælon áritað af Emilíu. Ekki amalegt það.
Þær frænkurnar reyndu að hanka Hlyn á stöfum en hann er orðinn svo klár að hann vissi nákvæmlega hvaða staf öll orðin byrjuðu á sem hann var spurður að!
Hlynur gerði líka kort fyrir Emilíu frænku sína sem í stóð:
Emlia er fræmka mn ammakrstn
bergþór
(Emilía er frænka mín amma Kristín
Bergþór)
svo skrifaði hann dagsetninguna utan á og límdi nokkra spiderman límmiða á bréfið sem hann prentaði svo út. Hann er svo klár! 8DSMBR (8. desember)

Annars erum við bara í góðu yfirlæti...

Merkilegt annars... ég ætlaði að láta Nonna frænda kaupa fyrir mig Spider-man 2 í fríhöfninni... hann skrapp út í gær að vinna aðeins hjá Icelandair á Heathrow og kemur heim í dag eða á morgun... en svo komst ég að því að hún er bara 300 kalli ódýrari í Reykjavík heldur en í Fríhöfninni... merkilegt þetta verðlag...

Annars var ég að kommenta á bloggið hjá honum Hannibal þar sem hann var að spá í það hvort að verðlagið færi ekki að lækka vegna góðs gengis krónunnar, lágu gengi dollarans...
Ég sagði þar að ég væri alveg viss um að það myndi allt lækka á Íslandi fyrir jól vegna þess að ég hefði fyrir því öruggar heimildir að það væri farið að FRJÓSA Í HELVÍTI!!!

Tenfour

Æjá og ég henti Tag-boardinu út... það var ekki að gera neitt gagn og sérstaklega ekki þar sem að stafirnir voru farnir í fokk...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?