<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 06, 2004

Þessi börn! 

HAHAHA... lenti í geðveikt fyndnu atriði í morgun... við feðgarnir fórum niður á verkstæði til Atla bró til að athuga hvort að Bensinn hans Atla væri laus til láns. Já... DPD er með kvef í altanítornum og Gulli Kjét ætlar að reyna að fixa hann fyrir mig í dag... en ef hann nær því ekki þá er ég í slæmum málum... verð að komast í bæinn í dag. Allaveganna... þegar við komum niðreftir þá er einn af fyrstu mönnunum sem ég sé, Alexander Ermolinsky. Við unnum saman í denn og hann heilsar manni alltaf og er alveg frábær gaur. Ég benti Hlyni á hann og sagði við hann að þetta væri Alexander Ermolinsky og hann væri geðveikt stór og spilaði körfubolta með Skallagrími í Borgarnesi. Þá sagði Hlynur: Pabbi veistu hvað? Nick er líka ótrúlega stór og hann spilar líka körfubolta í Borgarnesi! Svo hefur hann líka lúllað heima af því að það var svo vont veður og hann þurfti að labba heim... það var svo langt heim... og kalt... HAHAHAHA!

Samkvæmt allri fræðinni þá á maður ekki að spyrja börnin um hvað gengur á á 'hinu' heimilinu vegna þess að það getur sest mjög þungt á sálina þeirra... þau upplifa sig þá í þeirri aðstöðu að þau séu að bregðast trúnaði og bera eitthvað á milli sem þau vilja kannski ekki gera. Fyrir utan það þá kemur mér það ekkert við :þ

En mér fannst þetta bara krúttlegt... svo vinkaði Hlynur Alexander Ermolinsky þegar við fórum út og heim til að bíða eftir að DPD væri búinn að lagast af kvefinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?