<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 25, 2004

Ég fékk: 

Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Hve glöð er vor æska - Gamansögur af íslenskum börnum
Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason
Led Zeppelin DVD-Box
Bindi
Þvottapoka
Gjafabréf í NordicaSpa
Gjafakort uppá 2500 kall til að nota í verslunum eða þjónustu á Akranesi
Tvö 'hristu'egg (mússík... ekki klám)
Flís sem Hlynur hafði gert mynd á, bakað og málað... ótrúlega flott!
Böns'amoní sem verður notað í að kaupa Marshall 130 Watta gítarmagnara :)

Þannig að ég er nett sáttur! Frábærar gjafir sem ég er ótrúlega ánægður með :D
Barn að eilífu verður tækluð á morgun og aðeins gripið í gítar... annars bara legið á meltunni! Wellington nautalund í matinn í gær sem var 101% fullkomin... eldrauð og æðisleg. Graflaxinn hennar mömmu klikkar ekki og graflaxsósan er 'tú dæ for'!!!
Svo til að toppa allt saman þá vann ég salthnetugjöfina (ný útfærsla af möndlugjöf) þannig að ég hreppti Scrabble spilið sem var í boði.

Hlynur kemur svo á morgun og þá verður sko pakka-frensí! Hann á einhverja 15 pakka hérna drengurinn! Hlakka til.

Gleðilega hátíð!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?