<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 29, 2004

Hlynur hinn læsi... 

Ég sagði við Hlyn áðan þegar við vorum að lesa fyrir svefninn: Æji Hlynur... nennir þú bara ekki að lesa fyrir mig og ég fer að sofa?
(Hlynur tekur sig til og byrjar að lesa fyrir mig í Andrés-blaði:
Þþþþaaaaaaa... Þarna...... eeeeeeeer... Þarna er... nnnn... nnn.... tt... Æji Guð minn góður, pabbi nennir þú að lesa?!? sagði hann um leið og hann sló lófanum á enni sér :þ
Þvílíkur snillingur! :D

Hlynur kom semsagt á öðrum í jólum og hófst handa við að rífa upp pakkana sína :) Við fórum svo í gær (mánudag, þetta blogg er skrifað rétt eftir miðnætti þriðjudagskvöld) á The Incredibles sem er algjör snilld! Hlynur svaf til 11 á mánudagsmorgun sem var svona 'a little out of the ordinary' en ekki kvarta ég :)

Svo lítur allt út fyrir það að við snjóum inni! Við stefnum samt á að fara á jólaball núna á fimmtudaginn þar sem jólasveinn (a.m.k. einn) mætir og pabbi rokk (jÓli) verður að spila með hljónstinni jólalög í nýjum rokkbúning :þ

Annars er þetta búinn að vera næs tími... familítæm, gjafir, góður matur, samviskubit út af áti og þar fram eftir götunum... maður verður bara að tækla þetta í jan... það ætti nú samt ekki að vera mikið mál... maður þarf ekki að gera annað en að labba út í næstu búð og þá er maður búinn að hreyfa sig helmingi meira heldur en öll jólin! :o/ HAHAHA... En maður hefur nú allt árið 2005 til þess að koma sér í form fyrir næstu jól... og næstu áramótaheit :þ

Hafið það gott...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?