<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 01, 2004

Já... við erum öll lessur... 

Sheeeet... var að horfa á 'The L word', bara af því að ég er smá lessa inn við beinið... en við erum náttúrulega öll smá lessur inn við beinið (sem er gott). Ógeðslega kvikindislegur þáttur... en þættirnir í heild eru samt ótrúlega skemmtilegir. Ég veit það ekki... en manni býður bara við svona ofstækisfólki eins og 'Fay Buckley' í seinasta þætti var. Og hvað er með alla hina þættina á Skjá einum?!? Everybody loves Raymond og The practice sérstaklega... þar er tengdamamman alltaf ömurleg! Hrikalega leiðinleg tu**a sem maður vill bara að hverfi af yfirborði jarðarinnar útaf andstyggilegheitum alltaf hreint...
Sko... ég vill nú ekki meina að hún móðir mín sé svona... hún er nú einu sinni kölluð mamma Rokk og lýsing eins vinar míns var á þá leið: Sko, mamma mín er bara eins og ísskápur við hliðina á mömmu þinni... Köld og lokuð! HAHAHAHA... það eru nú ágætismeðmæli. Ég á tvær fyrrverandi tengdamömmur sem eru algjör snilld... algjör andstæða þessara 'she devils' (lesist skrattakjérlíngar) sem persónur þáttanna eru að túlka. Upplifun mín af tengdamömmum almennt er mjög góð... góðlegar konur sem reyna að gera allt til þess að manni finnist eins og maður sé næstumþvíbarniðþeirra.

Mér sárnaði svolítið að þessi kerling í The L word skuli hafa heitað Fay Buckley vegna þess að í lokin á þættinum spiluðu þau lag eftir Leonard Cohen sem Jeff Buckley sálugi gerði m.a. frægt þó svo að hann hafi dáið 1997. Þetta lag heitir Hallelujah. Páll Rósinkrans gerði líka sæmilega útgáfu af þessu en í höndum Jeff Buckley varð það tímalaust... ómetanlegt.
Upplýsingar um Jeff Buckley eru að finna í þessum link Kíkið á þetta og dánlódiði þessu lagi með honum Jeff Buckley - Hallelujah
(ég var nú reyndar að fara með rangt mál hér... það var Rufus Wainwright sem flytur Hallalujah í Shrek)

En svona til að gleðja mitt litla hjarta þá kíkti ég á bloggið mitt í morgun og þá var staðan á teljaranum hérna við hliðina á 7008... núna rétt rúmlega 11(23:09) er staðan 7116! Sem er ágætt... ég skal vera duglegur að blogga ef þið verðið dugleg að kvitta í kommentin ;)

Annars væri ágætt ef fólk kvittaði í kommentið hérna fyrir neðan til að sjá hverjir eru að kíkja... Upphafsstafir eru nóg frá skápalesurum sem vilja halda ædentitíinu sínu leyndu :D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?