<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 02, 2004

Jólin 2004... þau ótillitslausustu só far... 

GMG (guðminngóður) er einhver internasjónal 'ökum í veg fyrir, eða reynum að keyra á Óla vika' í gangi??? Skrapp aðeins út úr húsi í dag til þess að kíkja á Svabba... hann er að fara út á morgun... til London... og svo á leiðinni heim þá munaði ekki nema hársbreidd að bíl hefði verið ekið á fullu inn í hliðina á mér! Ég var að keyra Rauðarárstíginn og það kemur bíll út af planinu frá KBbanka við Hlemm (sem ætlar að fara niður Laugarveginn) og keyrði næstum því í hliðina á mér... Þetta þýðir bara eitt... "Jólastressið" er byrjað. Ég hefði verið í 110% rétti og það hefði ekkert gagnast mér að hemla þar sem að ökumaðurinn var ekkert að fylgjast með umferðinni úr þessari átt... þannig að ég keyrði bara áfram... fékk smá fyrir hjartað en ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að geta fengið bílinn minn fixaðann... ópeykis.

Þegar ég fór svo út að reykja áðan fór einn gaur sem býr hérna á neðri hæðinni út í bílinn sinn... opnaði hurðina og skellti henni í hliðina á bílnum við hliðina... hann var ekkert að spá í þessu... "Jólastressið" að buga hann...

Það er alveg merkilegt hvað jólin verða ópersónulegri og leiðinlegri með hverju árinu, þannig séð. Heiðrún var að tala um það um daginn að hún saknaði jólasveinanna sem prýddu gluggana í búðunum heima á Akranesinu... jólasveinar sem voru búnir að vera gluggaskreytingar ár eftir ár og maður var farinn að þekkja, brosa til og kinka kolli til þegar maður sá þá. Þetta er allt farið... við byrjum að undirbúa og skreyta fyrir jólin í september, jólalögin koma í október og allir að missa sig yfir Vísareikningnum í nóvember. Fólk með Sirrý fjallar um jólaþunglyndi eða eitthvað annað fræðiheiti á vanlíðan tengda desember og jólunum. Krakkarnir, unglingarnir, unga fólkið, miðaldra fólkið, foreldrarnir, ömmurnar og afarnir, nei, ekki þau, en allt hitt liðið pantar rándýrar jólagjafir og vill að jólin séu lengri til þess að geta legið í fríi... og styttri til þess að þau geti farið og skipt jólagjöfunum sem þau eru óánægð með. Ömmurnar og afarnir eru liggur við eina fólkið sem gleðst á þessum tíma vegna þess að þau fá þá að sjá börnin sín, barnabörnin og barnabarnabörnin í jólafjölskylduboðum, án þess að það séu heimsóknir á hlaupum.

Það er auðvitað voðalega krúttlegt að sjá jólaskreytingar og þessi fallegu ljós í öllum gluggum þegar það er farið að rökkva... en persónulega hef ég útvarpið stillt á Skonrokk til þess að þurfa ekki að hlusta á jólalög... nenni ekki að skoða jólagjafir fyrr en seinnipartinn í des (eftir 17. des) nema af því að systir mín, mágur og dóttir þeirra búa erlendis og við þurfum að fara að senda pakka til þeirra. Því var meira að segja stungið að okkur systkinunum að við ættum bara að hætta að gefa jólagjafir þegar einstaklingur er orðinn 30 ára... mér finnst það bara leim.

Ég vill fá jólalögin eftir að ég er búinn í prófum og kominn í "frí", snjórinn má koma 24. des... eftir hádegi, ég ætla að versla einhverjar krúttlegar jólagjafir og henda með í hvern pakka teiknaðri mynd sem sýnir fram á afbökun jólanna og jólaandans, ég ætla að reyna að láta ekki keyra á mig og setja jólagjafalista á bloggið mitt svo að fólk þurfi ekki að spyrja mig (fyrir þá sem ætla að gefa mér jólagjafir) hvað það eigi nú að gefa mér í jólagjöf.

Annars held ég að það sé kominn tími á fólk að slappa bara aðeins af og hætta að vera svona miklar sveskjur. Reyna að njóta jólanna þó svo að þau séu stutt...

Mamma... rjúpur? ég skal fórna jólagjöfinni til mín frá þér fyrir rjúpur... enítæm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?