<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 10, 2004

Meira frá Hlyni 

Nonni frændi kom í gærkvöld frá London þannig að ég á núna Lord of the rings, The: The king returns extended útgáfuna (4 DVD).
Ég, Þóra sys, Hannibal og Eygló (líklegast) ætlum að taka L.O.T.R. maraþon núna einhvern tímann í kringum hátíðirnar... L.O.T.R.: Fellowship of the ring, The two towers og The king returns... þetta er svona 10-12 klukkustunda pakki! Sem er bara gaman... algjör snilld að vera búinn að lesa bækurnar því að í extended útgáfunum eru fleiri atriði sem eru beint upp úr bókunum... en meira um það seinna.

Hlynur gerði jólagjafalista í morgun. Hann klippti út myndir af dóti sem hann langar í í jólagjöf... þannig að það auðveldar verkið svolítið fyrir mig... ekki það að það sé erfitt að gefa 5 ára gutta jólagjöf/gjafir.
Svo þegar hann var búinn að því þá settist hann fyrir framan tölvuna, opnaði Word og byrjaði að skrifa! Það er alveg ótrúlegt hvað hann er klár við þetta... ég hef ekkert verið að ýta á hann vegna þess að ég tel að hann verði það fljótur að ná þessu að það sé bara betra fyrir hann að gera það á svipuðum tíma og krakkarnir í bekknum... Ég veit náttúrulega heldur ekki hvernig staðan er í grunnskóla Borgarness... hvort að þau séu með einhver úrræði fyrir skýr börn (eða bara ekki af því að það hefur aldrei komið upp í Borgarnesi) HAHAHAHAHAHAHAHAHA!!! Djók! :þ
(bara áður en allir fara að gera í sig... þá er þessi barnaskapur minn sprottinn út af hinum klassíska-en-ég-veit-ekki-af-hverju-ríg á milli Akraness og Borgarness og ég set þetta eingöngu hér í algjöru gríni...) (ómfg hvað ég ritskoða mig sjálfann mikið! en svona eridda... maður má ekki styggja neinn)

ALLAVEGANNA!!! Hlynur skrifaði þetta... (sjáiði hvað stendur?):
Hlynur
Spier-man
Delia
Kúdr
EVAHLD
ÞESIRVINIR
ÞEEMEGAKMIAMÆLIÞ
MID

sæusd óli og hlynur
(sjáumst Óli og Hlynur)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?