sunnudagur, janúar 16, 2005
Afturhvarf til fortíðar...
Vá... upplifði mig sem Hlyn í dag þegar við fórum í sund. Ég fékk svona á tilfinninguna eins og að ég væri Hlynur og að afi væri ég. Fyrsti maðurinn sem ég sé í sturtuklefanum í sundlaug Reykjavíkur var Bessi Bjarnason. Ég fékk bara flashback til þess tíma þegar amma og afi áttu heima á Melteignum, ég var í heimsókn í svona 'sleep-over' og Kardímommubærinn á fóninum. Vá, maður... those were the days. Skrýtið að sjá hann svona gamlan og krumpaðann... svo þegar þessi nostalgíufílíngur var farinn sá ég gamlan, hokinn mann og hann var brúnaþungur og þreytulegur að sjá. Svona eins og að hann væri bugaður eða þjakaður af einhverju. Kannski er ellin svona...?
Við fórum semsagt í sund í dag og í fyrsta skipti á ævinni gleymdi ég að taka með handakútana hans Hlyns. Ótrúlega skrýtið... þetta er bara eins og að gleyma handklæði... ekki það að ég hafi örvæntað þegar ég fattaði þetta vegna þess að það er hægt að fá handakúta lánaða... allar stærðir.
Maður er hálfpartinn búinn að sakna þess að hafa ekki komist í sund... ég er búinn að vera veikur, Hlynur líka... svo loksins komumst við núna... og það var ágætt. Leiðinlegt samt að fara í svona innisundlaug. Hundleiðinlegt.
Hannibal, Eygló, Þóra og Bóas Orri komu í kaffi til okkar feðganna í gær og við feðgarnir og Betty Crocker bökuðum dýrindis skúffuköku...
Svo byrjar Deddí-deiker í fyrramálið þegar Bóas kemur... það verður gaman... Hlynur er búinn að gefa grænt ljós á að hann fái aðeins að bragða á hluta af dótinu hans því eins og pabbi Bóasar sagði í gær: Hann er að kanna heiminn... með munninum.
Lifið vel og lengi... heyri í ykkur sún.
Við fórum semsagt í sund í dag og í fyrsta skipti á ævinni gleymdi ég að taka með handakútana hans Hlyns. Ótrúlega skrýtið... þetta er bara eins og að gleyma handklæði... ekki það að ég hafi örvæntað þegar ég fattaði þetta vegna þess að það er hægt að fá handakúta lánaða... allar stærðir.
Maður er hálfpartinn búinn að sakna þess að hafa ekki komist í sund... ég er búinn að vera veikur, Hlynur líka... svo loksins komumst við núna... og það var ágætt. Leiðinlegt samt að fara í svona innisundlaug. Hundleiðinlegt.
Hannibal, Eygló, Þóra og Bóas Orri komu í kaffi til okkar feðganna í gær og við feðgarnir og Betty Crocker bökuðum dýrindis skúffuköku...
Svo byrjar Deddí-deiker í fyrramálið þegar Bóas kemur... það verður gaman... Hlynur er búinn að gefa grænt ljós á að hann fái aðeins að bragða á hluta af dótinu hans því eins og pabbi Bóasar sagði í gær: Hann er að kanna heiminn... með munninum.
Lifið vel og lengi... heyri í ykkur sún.