<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 28, 2005

And that's the way the cookie crumbles... 

Hljómar miklu betur en það er skrifað...

Hlynur kom með enn eina snilldina... Ragna Björk vinkona sagði að þetta væri BARA lógíst hjá honum... ég er þar alveg hjartanlega sammála:

Éerfæturárin1910090og9
Ég er fæddur árið 1999

Þetta er svo mikil snilld að það hálfa væri nóg! :)

Af mér er fullt að frétta... græjan er komin uppá Skaga og ég vona að Atli bró komi með hana í bæinn á morgun. Umrædd græja er að sjálfsögðu Boss RC-20XL lúppsteisjonið ;)
Maggnarinn er kominn úr viðgerð... farinn lampi og Flemming tók sig til og fór yfir hann allan í leiðinni... þannig að það verður ekkert sem fer í honum á næstunni :D
Ég er búinn að fá vinnu hjá ÍTR, frístundaheimili þannig að ég verð að vinna núna með skólanum í 'Flash-ville' eða 'Flass-bæ' (Fossvoginum) í góðu yfirlæti, að ég held, með ein mestu opinberu skítalaun sem hægt er að hugsa sér :)
Hlynur var að sjálfsögðu til fyrirmyndar þegar hann kom með mér í tíma í gær... ég held að hann eigi eftir að verða mjög fróður maður þegar hann kemst meira til vits og ára... allaveganna fílar hann sig fínt í háskólanum.
Ég er búinn að rigga fyrir okkur árshátíðina... að þessu sinni verður pakkinn svona: þríréttuð máltíð á Broadway, leiksýningin 'Með næstum allt á hreinu' og ball með hljómsveitinni Milljónamæringunum. Ekki amarlegur pakki þar á ferð ;)

Ég ætla svo að reyna aðeins að skrifa á morgun, það er að fara að birtast opnugrein eftir mig í Padeiu-blaðinu núna í lok febrúar, auk þess að ég á eftir að skila inn ritgerðaráætlun til Guðnýjar... svo að ég geti nú farið að leika mér aðeins með lúppsteisjonið =D

Biðjum að heilsykkur í bili... feðgarnir á kantinum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?