miðvikudagur, janúar 19, 2005
Blikur á lofti...
Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera snillingur :þ
Ég er semsagt búinn að tryggja mér fyrstu einkunn í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands sem á eftir að hækka þegar ég fæ úr BA ritgerðinni og þeim áfanga(um) sem ég á eftir.
Staðan er þessi:
Ég er kominn með 79 einingar og námið er 90. Ég er skráður í 'Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur', 'Hugur, heilsa og forvarnir' og 'BA verkefni' og þetta allt gera 16 einingar. Ég var jafnvel að spá í að athuga með að sleppa öðrum kúrsinum ef ég get og fara jafnvel aðeins að vinna með í vor. En það er svolítið trikkí... ég ætla að athuga með skólaliðastöður og stöðu tónmenntakennara í grunnskóla í Reykjavík á morgun og sjá til hvað setur... jafnvel 50% vinna á leikskóla... þar sem að jákvæð mismunun á eftir að tryggja mér ísillí stöðu... en ég er ekki til í að fórna of miklum tíma í þetta vegna þess að ég vill hafa Hlyn meira en fös-sun og langar líka til að passa Bóas.
Já, á meðan ég man... ég er farinn að bæta millitímann hjá mér... Bóas grét ekki nema í nokkrar mínútur hjá mér eftir að hann vaknaði á þriðjudaginn þannig að þetta verður ekkert mál... hann var farinn að hlæja og skríkja þegar mamma hans kom að sækja hann.
Mig langar semsagt til þess að tjékka á þessu en það kemur í ljós á morgun þegar við förum yfir resúmíið mitt fyrir námsmatsnefndina sem á eftir að samþykkja alla valkúrsana mína.
Hver veit nema að ég verði bara skólaliði í grunnskóla áður en vikan er liðin :þ á þessum þrusulaunum...
Lag dagsins er Mama I'm coming home með Ozzy Osbourne
(lag dagsins er að vísu stolin hugmynd frá Pétri í Dúndurfréttum/Buffi og þetta er ágætishugmynd þannig að ég leyfi henni bara að fljóta hérna með þegar mér dettur eitthvað lag í hug...)
Pétur
Dúndurfréttir
Buff
Rokkskólinn á Buffsíðunni er algjört möst... ef þið hafið tíma :)
Ég er semsagt búinn að tryggja mér fyrstu einkunn í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands sem á eftir að hækka þegar ég fæ úr BA ritgerðinni og þeim áfanga(um) sem ég á eftir.
Staðan er þessi:
Ég er kominn með 79 einingar og námið er 90. Ég er skráður í 'Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur', 'Hugur, heilsa og forvarnir' og 'BA verkefni' og þetta allt gera 16 einingar. Ég var jafnvel að spá í að athuga með að sleppa öðrum kúrsinum ef ég get og fara jafnvel aðeins að vinna með í vor. En það er svolítið trikkí... ég ætla að athuga með skólaliðastöður og stöðu tónmenntakennara í grunnskóla í Reykjavík á morgun og sjá til hvað setur... jafnvel 50% vinna á leikskóla... þar sem að jákvæð mismunun á eftir að tryggja mér ísillí stöðu... en ég er ekki til í að fórna of miklum tíma í þetta vegna þess að ég vill hafa Hlyn meira en fös-sun og langar líka til að passa Bóas.
Já, á meðan ég man... ég er farinn að bæta millitímann hjá mér... Bóas grét ekki nema í nokkrar mínútur hjá mér eftir að hann vaknaði á þriðjudaginn þannig að þetta verður ekkert mál... hann var farinn að hlæja og skríkja þegar mamma hans kom að sækja hann.
Mig langar semsagt til þess að tjékka á þessu en það kemur í ljós á morgun þegar við förum yfir resúmíið mitt fyrir námsmatsnefndina sem á eftir að samþykkja alla valkúrsana mína.
Hver veit nema að ég verði bara skólaliði í grunnskóla áður en vikan er liðin :þ á þessum þrusulaunum...
Lag dagsins er Mama I'm coming home með Ozzy Osbourne
(lag dagsins er að vísu stolin hugmynd frá Pétri í Dúndurfréttum/Buffi og þetta er ágætishugmynd þannig að ég leyfi henni bara að fljóta hérna með þegar mér dettur eitthvað lag í hug...)
Pétur
Dúndurfréttir
Buff
Rokkskólinn á Buffsíðunni er algjört möst... ef þið hafið tíma :)