<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 06, 2005

ÉG VANN!!! 

Það er nú sjaldan að maður getur stoltur sagt að maður hafi unnið 'fair and square' (fallegt og ferkantað?!?) En allaveganna ég vann á Íbei (Ebay) í dag! Ég er orðinn stoltur eigandi að Boss RC-20XL Loop Station (lúppsteisjon). Svona lítur kvikindið út:


Með þessari græju get ég semsagt 'tekið upp' það sem ég spila á gítar og látið það svo lúppa (e. loop) á meðan ég spila eitthvað annað ofan í það. Þetta er klikkað sniðugt og á eftir að verða geðveikt gaman að nota. Ég get lúppað allt að 11 'frösum' (e. phrase) og tekið upp 'andvirði' 16 mínútna... það þýðir að ég get næstum því lúppað öllu Salisbury með Uriah Heep :þ (17,?? mín).

Hlynur er nú eitthvað að braggast en hann er lystarlítill þannig að maður reynir að láta hann drekka mikinn vökva... ágætt samt að hafa hjúkrunarfræðing á heimilinu til þess að hafa yfirumsjón með heilsu hans :þ

Ég hnerra í gríð og erg en ætla að losa mig viðidda í nótt... mikil vökva-innbyrðing í dag (miðað við venjulega) og svo er það bara aflið og heimskan í nótt.
Engar einkunnir yet... þær koma...
Darren gaurinn sem var með miðilsfundinn var nett spúkí... Óóóóó, spúkí, spúkí, spúkí, spúkí... Ó, spúkí, spúkí, spúkí, spúkí... Ó, spúkí, spúkí, spúkí, spúkí... Já, þetta var nett spúkí!
ÓMG það er komið nóg afissu jólakuski... sprengi kvikindið í burtu á morgun... með restinni af ammóinu (e. ammunition) frá Gamlárskvöldi.

Bæjó...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?