<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu! 

Óska ykkur alls hins besta og velfarnaðar á nýju ári! Árið 2005!

Fannst skaupið bara skemmtilegt... gaman að sjá svona marga taka þátt í því og það er auðsjáanlegt að þeir hafa þetta ennþá í sér Spaugstofumenn. Ekki það að þeir hafi ekki úr nægu efni að moða :)

Fyndið að sjá Davíð Oddson troða þarna upp... Mér finnst samt að þeir hefðu átt að sýna aðgerðina þar sem að sjálfstæðisflokkurinn (illkynja æxlið) var skorið úr honum... Það hefði mátt setja það í staðin fyrir erlenda fréttaannálinn.

Halldór Ásgríms... sviplaus að vanda... bullaði bara... hljómaði eins og hann hafi tekið svona 'glimps/highlights' af 'best of...' frá Dabba Kóng seinustu ár... ekki góð byrjun á stjórnartíð... Og heimurinn versnandi fer...

Skítt með það... 'fresh start' á nýju ári... var að spá í að flagga í hálfa á morgun eftir tilskipun forsdanns til að sýna samhug til stuðnings þeirra sem eiga við sárt að binda á hamfararsvæðinu í Asíu en fánastöngin hennar mömmu er í vetrarfríi og liggur bara á meltunni í ruglinu... flagga í huganum. Endilega flagga á morgun ef þið hafið fánastöng til afnota... eða hringja í söfnunarsímana hjá Rauða krossinum og Kirkjunni... eða bara bæði...

Bið ykkur vel að lifa og vona að árið 2005 verði ykkur gæfuríkt og farsælt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?