mánudagur, janúar 24, 2005
Kókmella og rokkkennsla
Bóas liggur hérna uppí rúmi hjá mér, steinsofandi... greyið... geðveikt þreyttur pjakkurinn. Ég tók hann í smá rokkkennslu í morgun... aldrei of seint að byrja að venja börnin við almennilega tónlist :) Að þessu sinni var það áfanginn: 'Rokktónlist Suðurríkjanna 101'. Við renndum í gegnum það helsta frá The Allman brothers band, The Doobie brothers, Lynard Skynard og 10CC. Þetta var bara svona highlights og Bóas fær c.a. 9,5. Hann var farinn að söngla með Sweet home Alabama og Jesus is just alright. Snilldin við Suðurríkjarokkið er náttúrulega það að þetta er ekkert gróft rokk... heldur svona 'ísí-lisseníng' (e. easy-listening) og það er mikið um gítarspil. Börn heyra best háa tóna þegar þau eru ung og þaðan er komið að fólk tali svokallað barnamál við börnin... þetta er víst voðalega sniðugt (sumum finnst það...) vegna þess að þau heyra miklu betur hærri og mýkri tóna, þó svo að það eru ekki allir sem að meiki þegar fólk er ofan í börnum þeirra: dsjí, dsjí, bú, bú... bú, bú, dsjí... já, jááá! (hátt pitch)... það fíliddiggi allir. Hann er allaveganna aðeins fróðari um rokksöguna eftir þessa heimsókn kallinn :)
Ég hitti svo Bóas, Hannibal og Eygló, Þóru og Einar í gær hjá H&E og við spiluðum Fimbulfamb. Aðalorð kvöldsins var kókmella. Þetta orð er eitt flottasta orðið í íslenska rit- og talmálinu ever! Ég ætla að gefa ykkur smá hint... og svo eigið þið að geta... ok?
Kókmella (e. Cokehoe, dk. Cola-lude, Foe. Jolly-Cola-lude o.s.frv.):
Hægt er að dást að kókmellu einhvers, hægt er að segja að einhver hafi verulega tilfinningakókmellu, hægt er að setja kókmellu á bílinn sinn ef hann bilar, svo er hægt að leysa kókmellu.
Og getiði nú! (Hannibal, Eygló, Þóra og Einar... þetta á að sjálfsögðu EKKI við ykkur).
Lifi rokkskólinn!
Lag dagsins er Sweet home Alabama með Lynard Skynard
Ég hitti svo Bóas, Hannibal og Eygló, Þóru og Einar í gær hjá H&E og við spiluðum Fimbulfamb. Aðalorð kvöldsins var kókmella. Þetta orð er eitt flottasta orðið í íslenska rit- og talmálinu ever! Ég ætla að gefa ykkur smá hint... og svo eigið þið að geta... ok?
Kókmella (e. Cokehoe, dk. Cola-lude, Foe. Jolly-Cola-lude o.s.frv.):
Hægt er að dást að kókmellu einhvers, hægt er að segja að einhver hafi verulega tilfinningakókmellu, hægt er að setja kókmellu á bílinn sinn ef hann bilar, svo er hægt að leysa kókmellu.
Og getiði nú! (Hannibal, Eygló, Þóra og Einar... þetta á að sjálfsögðu EKKI við ykkur).
Lifi rokkskólinn!
Lag dagsins er Sweet home Alabama með Lynard Skynard