<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 24, 2005

Órans 

Spilaði í græjunni hans Arnars í gær (fyrradag... það er eftir miðnætti núna...) og það var ótrúlega gaman... spileríið gekk alveg upp... við spiluðum í svona klukkutíma og það var allt kreisí á meðan... það sungu allir með, dönsuðu, tjúttuðu og trölluðu!!! Prógrammið okkar var náttúrulega ekki af verri endanum og við gjörsamlega rifum þakið af húsinu með 'our opening number: Johnny B. Goode'. Það er svo gaman að spila það lag og þetta er alveg rokklag dauðans þannig að allir sem vettlingi gátu valdið hentu sér og sínum út á gólf í þvílíka roknasveiflu! Svo tókum við Elvis-hittara á borð við Blue suede shoes og Hound dog... Rock around the clock, Proud Mary (Rolling down the river) og fleiri þvílíka klassíska hittara sem virka alltaf í fólk á fyllningsríi.
Stefnan er því sett bara á sjónvarpið... :þ

Við ætluðum svo að taka æfingu í dag í nýja projectinu mínu en þar sem að ég var maggnaralaus, Leibbi hljómborðslaus og við söngkerfalausir ákváðum við að fresta þessari æfingu fram í næstu eða þarnæstu viku.

Bóas kemur til mín á morgun í 'Deddí-deiker' og við ætlum að rokka feitt saman.

Það verður líklegast hringt í mig frá ÍTR á morgun og svo var Sólborg vinkona að bjóða mér vinnu á Skálatúni... hugsa að það sé næs vinna þó svo að ég hafi ekki hugsað mér að vinna á sambýli... bara hafði aldrei hugsað út í það... en það getur velverið að ég taki þeirri vinnu bara... því að ég get samt verið með Hlyn fös-mán og passað Bóas. Það kemur samt allt í ljós.

En það er náttúrulega bannað að stressa sig á nokkrum sköpuðum hlut þannig að ég legg þetta bara í bleyti... og leyfi því að lyfta sér og ég veit ekki hvað... svarið kemur alltaf fyrir rest. Bara nett kæruleysi hérna á kantinum... Langbest...

Lag dagsins er án efa... án nokkurs efa Johnny B. Goode með Chuck Berry.

Lifi rokkið

This page is powered by Blogger. Isn't yours?