<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 27, 2005

SA DA TEI!!! 

„Hey pabbi sjáðu... ég er með boga!!!“
„AU!!! Kúl maður... þú ert bara alveg eins og Legolas í Lord of the rings!“
„Nei pabbi, ég er alveg eins og Ashitaka“ (Prins Ashitaka úr 'Princess Mononoke')
„Au... Sweeet“
„Sjáðu... SA DA TEI! Hvað þýðir eiginlega SA DA TEI?“
„Ehh... það er bara eitthvað rugl skoh...“
„Já, maður verður að passa sig á ruglinu... að ruglið verði ekki bara alveg í algjöru rugli...“

HAHAHAHAHA... svo mörg voru þau orðin þegar ég sótti Hlyn á leikskólann í gær. Svo... sæll og glaður skipti hann bróðurlega á milli okkar skammbyssum, hríðskotabyssu og haglabyssu fyrir verkefni dagsins í dag... Byssó! Hann ætlaði þó að halda 'boganum' sjálfur til þess að geta verið prins Ashitaka á milli þess að vera terroristi...

Á leiðinni uppá Skaga sagði ég við Hlyn að hann þyrfti að koma með mér í einn tíma í dag... „þú getur bara tekið með þér litabækur og liti... það verður fínt maður“ fyrir þá sem vita betur hefur Hlynur komið með mér í tíma í háskólanum áður og verið mér til þvílíkrar fyrirmyndar :)
„Nei pabbi...“ ég bjóst við því að hann myndi ekki nenna með mér í tíma en svo sagði hann: „ég tek bara með mér bók... til að, þú veist... æji hérna... æji svona, einn plús... þú veist...“
„Ahh... þú meinar til að reikna?“
„Já, ég reikna bara á meðan.“

Hehehe... þvílíka gullið ;)

Við kíktum í mat til Mömmu rokk og þar sagði hann, hvergi banginn: „Amma... ég veit hvað kabyssa er...“
Já, þessum börnum er margt til listanna lagt... þó svo að mig gruni nú að þetta orð heilli svolítið vegna þess að það er byssa í því :þ

Pæng, pæng!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?