<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Sumt fólk... 

Það var ótrúlega gaman í íþróttaskólanum á sunnudaginn seinasta. Hlynur var reyndar svolítið til baka fyrst... en kom svo allur til. Sössi leikfimikennari spurði mig hvort að það væri ekki kraftur í honum Hlyni, hvort að hann væri ekki eins og pabbi sinn ;) í sömu andrá tók Hlynur á rás eins og honum einum er lagið... þá sagði ég við Sössa að þetta væri 'Signature' kraftur :þ

Einn gaurinn þarna vissi ekki það væri komið 2005... hann var með sítt að aftan... strípur í öllu... bækers-klöbb síðerma bol og leðurbuxum... æji hvað er ég svosem að dæmann? Hann er náttúrulega bara rokkari :þ

Loksins á að fara að afnema afnotagjöld hjá RÚV... það verður gert rétt áður en ESA dómurinn fellur um að afnotagjöldin séu ólögleg... týpískt...

Sá Móeiði áðan og djö... er hún lítil! Ég hélt nú að hún væri 'fullorðins'... en hún er bara eins og skátastelpa.

Ég og Bóas röltum áðan út í Bóksölu... ég hafði keypt 4 bækur sem ég kem ekki til með að nota... fékk þær á staðgreiðsluafslætti, 8prósentum nánar tiltekið... sem ég fékk svo til baka áðan. Þessar kejellíngar kunna ekki að reikna prósentuna til baka þannig að ég fékk rúmlega þússara gefins... ekki slæm viðskipti það. Við erum ótrúlega fastir hérna í mússíkinni hjá Doobie brothers... þeir eru alveg að grúva skoh...
The Doobie brothers:
-China grove
-Listen to the music
-Long train runnin'
-Jesus is just alright
-Rockin down the highway
-The doctor

Allt saman lög dagsins.

L8er

This page is powered by Blogger. Isn't yours?