<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 19, 2005

Svingandi sveittur... 

Ómg hvað það var gaman hjá mér áðan... skellti mér á rokksving-námskeið og vegum Komið og dansið. Geggjað gaman... og ég er alveg á því að þetta hafi verið tvöföld brennsla á við að fara út og skokka í hálftíma. Ég er alveg rennandi sveittur á leið í sturtu og svo bíður maður spenntur eftir morgundeginum þar sem námskeiðið heldur áfram. Spurði reyndar aðalgaurinn hvort að það væri ekki tjúttkennsla því að mig langar mest til að 'læra' það almennilega. Mamma Rokk er náttúrulega tjúttari af guðs náð og það sést best daginn eftir tjútt hjá henni... þá er hún skökk og skæld með hassberur öðrumeginílíkamanum. En þetta var ágætistilbreyting og gaman að læra nokkur 'ný spor' ;)

Lag dagsins í dag er Lucille með Little Richard

This page is powered by Blogger. Isn't yours?