<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ert'ú búinnah kjósah? 

Ég fór áðan og stoltur lagði ég Jóni Torfa Jónassyni lið með atkvæði mínu í rektorskjöri Háskóla Íslands. Ég treysti því að fólk nýti sér atkvæðisrétt sinn og kjósi í þessu rektorskjöri. Ég er að reyna að bíta það í mig núna að kjósi maður, hefur maður kosið rétt. Þó svo að í alþingiskosningum vegi atkvæði mitt ekki þungt þá er það ákveðið steitment... sérstaklega þar sem að auðir/ógildir seðlar virðist ekki fá þá athygli sem þau þurfa. Óþolandi.

Ég kaus Jón Torfa vegna þess að ég treysti honum best fyrir þessari stöðu, atvinnulífið treystir honum best fyrir þessari stöðu, opinber stjórnsýsla treystir honum best fyrir þessari stöðu og hann treystir sér best fyrir þessari stöðu. Það þarf nú varla að fara fleiri orðum um þetta en samt sem áður sat ég fund hjá honum á þriðjudaginn seinasta þar sem að hann kynnti stefnumál sín og sat fyrir svörum. Þó svo að ég hafi treyst honum 100% fyrir þennan fund þá óx hann ótrúlega í áliti hjá mér eftir fundinn. Hann svaraði öllum spurningum hnitmiðað og kom yfirleitt með a.m.k. 3 leiðir/ástæður sem hægt væri að fara eða breyta í hverju máli sem tekið var fyrir... ótrúlegt... en hann er bara með þetta á hreinu. Hann er búinn að vera aðstoðarmaður rektors frá því að hann byrjaði í H.Í. (1980) og hann hefur unnið í ótal nefndum og ráðum á vegum menntamálaráðuneytisins, H.Í. og þátttakenda í atvinnulífi og BARA gert góða hluti... ekki skemmir svo fyrir að hann er sérfróður um háskóla... háskólasögu Evrópu, Íslands, Bandaríkjanna, þróun háskóla í Evrópu, Bandaríkjunum, Íslandi... svona mætti lengi telja.
Ekki vera gúrka... kjóstu!

Stefnumál Jóns Torfa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?