<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 11, 2005

Ég á alltaf eftir að sjá gelluna fyrir mér... 

ofan á þakinu á bílnum ef ég kaupi hann með bílaláni fyrir Glitni! Eða: Úúúú... sexí gaur... ég er að hugsa um að kaupa mér krana!

Talandi um sillí auglýsingar... alveg merkilegt hvað það þarf alltaf að felast einhver dulin kynferðisleg skilaboð í auglýsingunum. Visjúallí er þessi auglýsing nú alltílæ... en að vera að auglýsa leið til þess að fjármagna farar- eða atvinnutæki er nú svona og svona...

Annars mest lítið. Ég er búinn að fjárfesta í flugi fyrir okkur feðgana til Danmerkur í sumar. Er að vinna í því að redda okkur íbúð þessa daga sem við verðum úti. Þetta verður svo kúl... lestarferðir, tsjillerí og skemmtun... uppskrift að 'heils-hrings-brosi' :)

Ég fór bæði í Bónus og Krónuna í dag og þetta er nú meira ruglið maður! Það er ekki lengur slegist um vörurnar í verslununum... heldur körfurnar. Fólk er að byrgja sig svo rosalega upp að það þyrfti helst að vera með aðstoðarmenn fyrir þessar tvær sem hverjum og einum tekst að fylla á 'nó-tæm'. Keypti mér tveggjalítrakók á 41 krónu í dag. Sem væri nú ekki frásögu færandi nema að ég fékk mjólk frítt með... Nýja 'slóganið' hjá þessum verslunum í dag er því: Borgaðu fyrir ekkert og fáðu tvennt að eigin vali frítt með! Heimskulegt... en fólk er að græða í fyrsta skipti í langan tíma... ég væri reyndar til í að sjá þessa samkeppni á bensín-markaðnum... það væri nú ekki amalegt að fara á bensínstöð, kaupa kókómjólk og fá fullan tank í kaupbæti. Þá hugsa ég að slagsmálin yrðu um rúðupissið... það yrði það dýrasta.

Það verður gaman að sjá hvort að Broadway ætli að borga hreinsunina á jakkafötunum mínum. Ég púllaði kurteisa gaurinn á yfirþjóninn eftir að einn þjónninn setti kjöt á jakkann minn þegar hún var að taka af borðunum. Yfirþjónnin bauð mér semsagt að koma með kvittun fyrir hreinsuninni... það ætti nú ekki að vera vandamál þar sem að hreinsunin var ekki nema 2300 kall... fáránlega ódýrt. Svo er hægt að prenta út extra 20% afsláttarmiða í þokkabót (sem ég gerði ekki)... Allir með fötin í Kjóll og hvítt

Lag dagsins er Mother nature's son með Bítlunum...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?