<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 27, 2005

GLEÐILEGA PÁSKA!!! Nú er allt að gerast... 

Ég sótti Hlyn á þriðjudaginn og hann ætlar, að eigin sögn að vera hjá mér í 12 daga. Bara af því að hann var í 6 daga hjá mér seinast.
Á fimmtudaginn fann hann að ein tönn er orðin laus. Hann beit tönnunum einhvern veginn saman og það flísaðist aðeins úr lausu tönninni en það er allt í lagi þar sem að hún fer að detta. Hann er ótrúlega ánægður með þetta og ætlar að setja tönnina undir kodda þegar hún losnar. Er það ekki rétt hjá mér að tannálfurinn setur bara pening fyrir fyrstu tönnina?
Allaveganna... við vorum fimmtudag og föstudag hjá mömmu og renndum svo í bæinn í gær og skelltum okkur í bíó á Robots (Vélmenni) með Þórhildi frænku, Steina Hannesar Þorsteins og Grétari Júlíusi syni hans. Þegar myndin var búin skelltum við okkur í Kringluna á kaffihús og spjölluðum um mússík og verðlag á hljóðfærum á Íslandi. Ótrúlega gaman að spjalla svona... Ég og Steini vorum náttúrulega bestu vinir þegar við vorum krakkar... fórum saman 6 ára gamlir til afa (Helga Júl úrsmiðar) og létum skjóta í eyrun (eyrnalokk). Geðveikir töffarar. Steini er reyndar búinn að taka sinn úr fyrir löngu en ég er ekki ennþá vaxinn uppúr þessu. :þ
Eftir að við fórum úr Kringlunni fórum við, þríeykið, í smá rúnt um alla Reykjavík til þess að finna páskaegg. Við fundum eitt egg í Spönginni í Grafarvoginum og búnir að þræða flestar verslanir frá Seltjarnarnesi að Grafarholti. Við gáfum Helgu og Alex nefnilega eggið okkar Hlyns og ég ætlaði alltaf að kaupa annað en það drógst næstum of lengi. Ég ætlaði ekki að gefa Hlyn sér egg vegna þess að hann fékk egg nr. 4 frá mömmu sinni og nr. 4 frá ömmu Siggu... þannig að ég ætlaði bara að kaupa eitt sæmilegt fyrir okkur... er nú farinn að sjá liggur við eftir því núna vegna þess að Hlynur er hálfnaður með sitt fyrsta egg... þá er eitt og hálft eftir... Úff.
Þegar við vorum búin að finna egg fórum við svo til Þóru og Magga (foreldrar Þórhildar og Maggi er bróðir mömmu) í mat. Við fengum spaghetti með heimatilbúnu pestói á... ótrúlega gott og alveg killer gott hómmeid ítalskt brauð með.
Eftir það renndum við heim og Hlynur fór fljótlega að sofa (átti samt erfitt með það... líklegast sökum spennings) og ég sofnaði uppí hjá honum eftir að ég fór í sturtu.
Hlynur vaknaði svo í dag klukkan að verða 9!!! sem er mjög gott og var ekkert að drífa sig að fá sér morgunmat. Ég nefnilega vill að hann fái sér morgunmat fyrir nammið, hvort sem að það er nammidagur eða páskar... og hann byrjaði fyrst á egginu um 11. En hann borðaði líka helminginn af einu eggi í einum bita :|
Við förum svo upp á Akranes í dag í páskamatinn til mömmu... sem verður bara gott! og komum svo í bæinn aftur á þriðjudaginn...
Nóg í bili... bið að heilsykkur og gleðilega páska.

Málshátturinn minn/okkar var:
Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað
WTF?!?
Málshátturinn hans Hlyns var:
Sæll er sá sem gott gerir
Sem hann las að sjálfsögðu alveg sjálfur.

L8ah

This page is powered by Blogger. Isn't yours?