miðvikudagur, mars 02, 2005
Hannátti ammælí gær... hannátti ammælí gær...
Já, undur og stórmerki... sonur minn, Hlynur Björn Ólason var 6 ára í gær. Ég renndi að sjálfsögðu til Borgarness vegna þess tilefnis og að veita honum smápakka og afmælispakka frá Mömmu Rokk, Þóru, Atla, Helgu, Alex og Nínu. Það var ótrúlega flott rallýskólataska, rallýleikfimi(s)poki, rallýpennaveski, rallýtússveski, stílabók og ég veit ekki hvað... ótrúlega rallý-eitthvað :)
Að vonum var sexæríngurinn ánægður með gjöfina, takk fyrir drenginn ágæta familía, nær og fjær.
Ég gaf honum svo bara smotterí af því að ég lít svo á að Danmerkurferðin sé ammælisgjöfin hans. Við ætlum að fara í júní (líklegast) til Danmerkur og kíkja í Legó-land, Tívolíið og Sommereitthvað land þar sem er svona Aqua-park... geggjuð stemning!!!
Bjórinn átti líka ammæli í gær... tilammíggju með það... fagnaði því ekki sérstaklega. Geri það kannski bara um helgina... þegar ég fer á Broddvei á Árshátíð Padeiu 2005!
Rokk