<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 15, 2005

Lööööng helgi 

Pabbi! Ég er ríkasti krakkinn í heiminum!!! Sagði Hlynur við mig á laugardaginn. Við héldum smá kaffi, sem varð að nokkurs konar ammliskaffi... þó svo að það hafi ekki átt að vera það. Buðum góðum vinum í heimsókn og vorum með heimabakað bakkelsi á boðstólnum. Það er nú skemmst frá því að segja að ég stútaði Betty Crocker köku :þ HAHAHA... En ég er alveg viss um að Betty Crocker hafi verið á fylleríi deginum áður og þessvegna hafi kÖkan farið svona :þ
Kanilsnúðarnir kláruðust á nó-tæm, skinku-myrju-hornin runnu út á jöfnum hraða, það vantaði bolla fyrir kaffi-drykkjufólkið og ég endaði með því að stökkva útí TíuEllevu til þess að kaupa fleiri kÖkur.
Hlynur tók alla þúsundkallana sína og setti í baukinn til þess að geta keypt sér gjaldeyri þegar við förum til Danmerkur. En seinna um daginn þegar allir voru farnir frá okkur tók hann alla þúsundkallana (5) úr bauknum og vöðlaði þeim saman og henti þeim upp í loft og lét þau fleygu orð falla að hann væri ríkasti krakkinn í heiminum :þ
Gaman að eiga ca$h ;)

Það fyndnasta í Evrópu gerðist í dag!!! Við skelltum okkur upp í Odda vegna stjórnarfundar sem var haldinn rétt fyrir hádegi. Við vorum að ræða málin þegar Hlynur fór að tala við flotta gellu... hann setti sig í allar bestu stellingar við borðið hjá þeim og heillaði hana upp úr skónum. Ekki leið á löngu þangað til að vinkona hennar var sest hjá henni og hlustaði á Hlyn af miklum ákafa. Hann rabbaði við þær um daginn og veginn og talaði við þær næstum til jafns á íslensku og ensku. Geðveikur töffari!!! Hann var svo mikill töffari að ég varð ótrúlega stoltur af kallinum og er alveg sannfærður um hvaðan þessir hæfileikar koma :þ HAHAHA
Stuttu seinna fóru þær og Hlynur kom aftur til mín. Ég spurði hann náttúrulega strax hvort að hann hafi ekki reddað símanúmerunum þeirra og hann setti í brýrnar, leit á mig og sagði: Ha? Þá sagði ég við hann að alltaf þegar hann væri að tala við svona gullfallegar stelpur, ætti hann að fá símanúmerin þeirra til þess að ég gæti svo hringt í þær seinna. Hann var ekkert að fatta grínið þannig að ég sagði: Neinei, ég segi svona...
Ég var einmitt að grínast við stjórnarmeðlimi þegar hann byrjaði að tala við aðra stelpuna að Hlynur væri alveg að klikka á þessu... hann ætti að láta sig detta og þykjast fara að gráta og segja svo: Uhu-hu-hu... hvar er pabbi minn?? Hehehe :þ

Hlynur ætlar að fá að vera hjá mér alveg fram á miðvikudag... er reyndar að fara á hljómsveitaræfingu í kvöld en hann féllst á að gista hjá ömmu siggu (a.k.a. Mamma Rokk) svo lengi sem hann fengi grjónagraut og 'signiture-hóm-meid-kæfu' í kvöldmat. Það verður þá seinasta kvöldmáltíðin í annars langri helgi, sem er búin að standa frá fimmtudegi til miðvikudags.

Lag dagsins er Father and son með Yusuf Islam (Cat Stevens).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?