<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 02, 2005

Rektorskjör 2005 

Að sjálfsögðu mun ég styðja minn mann; Jón Torfa Jónasson í komandi rektorskjöri. Að mínu mati er hann best fallinn til þess að sinna þessu starfi og skýrasta dæmið um það er hnitmiðuð stefnuskrá hans og sú staðreynd að hann hefur verið aðstoðarmaður allra rektoranna frá því að hann byrjaði að kenna við H.Í. Ég hvet alla til þess að kjósa hann til þess að fá 100% mann í starfið og þeir sem eru óákveðnir geta skoðað stefnuskrá hans á síðu hans: www.hi.is/~jtj. Ekkert rugl... velja rétt!
Svo er fyrir áhugasama hérna smá tilkynning:

Nú er heldur betur farið að líða að rektorskosningum og fjör farið að
færast í leikinn. Fólk farið að mynda sér skoðun og nemendur jafnvel
farnir að átta sig á að þeir hafi kosningarétt!

Því er alveg tilvalið að koma saman til að ræða kosningar,
kosningabaráttu, taka stöðutékk og ræða framhaldið. Annað kvöld mun
myndast gríðarleg baráttustemmning að Seljavegi 9 þar sem ýmislegt verður
plottað. Hver veit nema að eftir heitar umræður kíki fólk í einn eða tvo
kalda og hiti upp fyrir helgina.

Það er mikilvægt að að baki Jóni Torfa standi sterkur hópur stúdenta úr
sem flestum deildum og skorum Háskólans. Það gerir gæfumuninn um úrslit
kosninganna að virkja sem flesta þótt ekki sé nema til að halda nafni Jóns
Torfa og kostum á lofti í umræðum um kosningarnar.

Vonumst til að sjá sem flesta á Seljavegi 9, annarri hæð, fimmtudaginn 3.
mars klukkan átta. Endilega látið áhugasama vita.

Jón Torfi Jónasson rektor Háskóla Íslands.... alveg hiklaust!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?