<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 23, 2005

Strætóferð og Húsdýragarðurinn 

Ég fór í gær í afmælismat til mömmu og sótti Hlyn rétt áður. Mamma var með grillað lambafillet í tilefni dagsins. Maturinn var ZúBeR og frábært að Hlynur skuli vera kominn til mín aftur. Við vöknuðum svo eldsnemma í morgun og skelltum okkur í vinnuna (ÍTR). Í dag fórum við Heimir og Natasja með 20 krökk í strætó og í húsdýragarðinn. Það var ótrúlega gaman að taka smá svona 'fíldtripp'. Við byrjuðum á því að fá okkur nesti og skoðuðum svo Guttorm (var hann ekki dauður?!?), fálkana, refina, minkana, hænurnar, kalkúnana, kanínurnar og 'töfra-tjaldið', þar sem að allt 'töfradótið' er. Geðveikt gaman. Sumir voru svolítið óþekkari en aðrir en ekki var hægt að ljúga nokkru upp á son minn, hann Hlyn Björn, og ég þóttist sjá í nokkrar fjaðrir og geislabaug á tímabili í dag. Ótrúlega stilltur. Svo þegar ég mátti fara úr vinnunni þá vorum við í hálftíma í viðbót af því að það var svo gaman... já, svona er vinnan mín nú skemmtileg :)

Fór á hljómsveitaræfingu á mánudagskvöldið og það hefur bara sjaldan verið jafn gaman á æfingum! Spilagleðin var í algleymingi og við fórum sveittir, þreyttir og heyrnaskemmdir heim með bros á vör klukkan langt gengið í miðnætti. Það er svo gaman að rokka... Við erum á fullu að bæta í laga-úrvalið okkar og erum að fara að spila næst í apríl í afmæli.
Mamma var líka að launa því að mér að kannski væri stemmari fyrir því að fá mig til þess að spila nokkur lög á fundi, seinnipartinn í apríl... ekki skemmir fyrir að það verður jafnvel launað gigg... man... það sem ég og Villi gætum verið að gera núna... takk fyrir að vera úti á sjó Villi Magg!

Lag dagsins er Á sjó í flutningi Þorvalds bassa.
(b.t.w. þá hef ég heyrt barnabarn hans syngja, held að hann heiti Þorvaldur líka og hann er með þvílíka silki-bassa-rödd... alveg ótrúlega silki-flauels mjúk rödd, geðveikt flott).

Minnir mig á það... út af Blúshátíðinni í Reykjavík þessa vikuna hafa þeir 'Hot Damn!' verið svolítið í útvarpinu og það er alveg merkilegt hvað MÉR finnst hann vera takmarkaður söngvari hann Jenni úr BreinPólís. Hann er eins og blanda af Scott Stapp úr Creed og Val Heiðari Sævarssyni a.k.a. Valur í Bötterköpp. Sem er ekki gott...
Þeir sem hafa eitthvað við þessa skoðun mína að athuga... sorry, er ekki opinn fyrir einhverri umræðu um þetta... þannig að... segir sig sjálft.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?