<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 08, 2005

Bara í rólegheitunum... 

Hehe... sagði Hlyn frá því í gær þegar ég sótti hann að það hefði verið bakkað á bílinn minn. Hann spurði hvort að hann hefði eitthvað skemmst og ég sagði við hann að það hefði bara eitthvað aðeins beyglast og eitthvað svona. Þá sagði hann: Það er alltílæi. Gott ef að drengurinn hefur ekki erft ljúflíngsskabið frá'onum pabbasínum... það er alltílæi!

Við erum búnir að vera á þönum í allan dag... ég kláraði verkefni á klukkutíma sem ég var búinn að gefa mér 2 tíma í þannig að við fórum sáttir í körfuna í dag. Stutt sturta á eftir og svo beint í Laugardalslaugina. Ég sleppti honum ekki nema svona hálfan meter frá mér í sundi vegna þess að hann vildi prófa að sleppa handakútunum... og þetta getur drengurinn! Hann kafaði, synti og renndi sér eins og brjálæðingur. Gaman... ég fór ekki nema 2 ferðir og tók því bara rólega á meðan Hlynur renndi sér hverja ferðina á fætur annarri og synti kafsund að stiganum uppúr til þess að fara í næstu ferð. Um að gera að njóta þess þegar það eru fáir í sundi.

Þetta var nú ágætisupphitun fyrir Aqua-parkið í baunaveldi sem við ætlum að þefa uppi, þó svo að hann fái ekki að vera kútalaus þar. Ekki fræðilegur, eins og hann er glannalegur... en það styttist... þannig að við förum örugglega í sund alla helgina, og á mánudeginum líka.

Svabbi hringdi í mig í gær til þess að spyrja mig hvort að ég ætlaði ekki að fara í 'menningarferð' D-vaktarinnar. Hún er alltaf farin seinnipartinn í apríl eða fyrrihlutann í maí. Dagskráin að þessu sinni er alveg action-packed-gorgeous!!! Paintball, Burger king og fleira spennó... alveg klikkað spennó... svo endum við uppá Skaga á blúsballi. Hlakka gegt til... þannig að ég er að spá í að halda upp á ammælið um þar-þarnæstu helgi eða 29.-30. apríl. Já, ég hugsa að ég geri það bara... þá eru 2 vikur í próf og ágætis tími til þess að líta yfir námsefnið.

En allaveganna... ég bið að heilsa í bili...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?