<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 15, 2005

Kynning og menningarferð! 

Var að koma úr FVA þar sem að ég var með smá kynningu á náminu okkar í uppeldis- og menntunarfræði fyrir hóp úr uppeldisfræði 403. Ótrúlega gaman að geta sagt svona frá náminu og bæklingarnir kláruðust... sem ég reyndar bjóst ekki við... en vonanadi sér maður fleiri andlit frá Skaganum í uppeldisfræðinni í framtíðinni. Ég er nú nokkuð viss um að það komi samt einhverjir vegna þess að Ólöf Sam er kennarinn. Við öll sem erum ofan af Skaga í uppeldisfræðinni höfum verið nemendur hennar, þannig að það er alltaf einhver hluti.

Núna er ég að fara að skella sundfötum í tösku, taka nokkra öllara, batterí og myndavélina með mér í árlegu menningarferð D-vaktarinnar í Norðuráli. Paintball, Börger-Kíng, Fyrirtækjaheimsóknir, Heiðrún, Bjór og Pizza... allt með stórum staf í dag af því að þetta verður heví skeddjúl hjá okkur í dag... endar svo með einhverju Blues-balli í kvöld... sem er bara gott.

Fór einn niður í æfingarhúsnæði í gær til þess að spila á gítarinn og stilla magnarann minn almennilega. Fór reyndar fyrir hádegi í gær í Tónabúðina og langaði ótrúlega til þess að kaupa mér SPÁNÝJAN magnara sem var að koma inn um dyrnar hjá þeim... en ég ætla að geyma það í nokkur ár (held ég + vona). Ég spilaði þangað til að heyrnin var farin að skerðast og hélt svo heim, glaður í bragði og ákvað að reyna að kíkja aftur á laugardaginn... einn... að blasta!

Lifi rokkið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?