<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Árekstur og rangt mál 

Jahérnahér... ótrúlega merkilegt... ég og Hlynur urðum eftir, eftir hljónstaræíngu í gærkvöld og vorum að leika okkur að spila og syngja meira. Geðveikt gaman... svo var maður orðinn töluvert þreyttur og ég hélt heim á leið. Sem er ekki frásögu færandi nema að ég keyrði á 80-90 alla leiðina í bæinn... bara í rólegheitunum... fannst ótrúlega flott að sjá snjókomuna þrusast framan á bílinn eins og eldglæringar frá rafsuðu... eða eins og maður sér stundum í geimmyndum/-þáttum þegar geimskipið fer á 'hyper-drive' eða á 'ofur-hraða'. Svo kom ég inn í stórborgina og ákvað að taka smá dítúr á B.S.Í. og fá mér eitthvað smá snarl fyrir svefninn.
Þarna eru þrír bílar fyrir... einn við fyrstu lúguna, einn við seinni og svo einn sem beið... allir í röð... ég fer aftast... eins og venja er þegar maður kemur í röð. Þau voru fimm í bílnum fyrir framan mig og strákurinn sem sat í miðjunni afturí leit við og sá mig leggja fyrir aftan þau. Svo allt í einu sé ég hvítu bakkljósin á bílnum og hann bakkaði beint á mig! Ohh... týpískt... búinn að keyra eins og blóm í eggi alla leiðin og svo þegar ég er kyrrstæður er bakkað á mig! Man...
Ég náttúrulega fórna höndum þegar bílstjórinn keyrir aðeins áfram og skottið á bílnum hjá honum opnast. Út kemur einhver strákur og tveir vinir hans með honum. Við skoðum allir bílinn hjá mér og sjáum að hann hefur bakkað á stuðarann hjá mér (sem er plast) og hann er búinn að beygjast inn þannig að númeraplatan hallar 45°... eða þannig að númerið sést ekki að framan --> / eins og skástrikið. Annar vinur hans reynir að gera eitthvað lítið úr þessu og spyr hvaða mál ég sé að gera úr þessu... vinur hans (ökumaðurinn) rekur hann í burtu og lætur mig hafa bæði símanúmerið sitt og í vinnunni hjá sér.
Ég ákvað nú samt að gera hálfpartinn tjónaskýrslu bara til þess að hafa þetta svona nokkuð á hreinu en hann virtist nú alveg vera heiðarlegur og skalf alveg á beinunum af því að hann hélt að ég væri alveg tjúllaður af því að ég fórnaði höndum :)
Ég sagði honum að þetta væri nú lítið mál... ég myndi bara kíkja á þetta og svo plottum við eitthvað úr útkomunni. Hann sagðist vera úr Grindarvík þannig að ég sagði við hann að ég þekkti Gulla Eyjólfs og Bjarna Kristinn og hann þekkti þá alveg báða... þetta verður vonandi ekkert mál. Samt... svuntan hefur öll færst aðeins innar og ég verð að tjékka betur á þessu í fyrramálið til þess að skoða skaðann... vona að það sé ekki mikið... hans og mín vegna... bara af því að ég þoli ekki svona vesen.

En að allt öðru... þá fór ég með rangt mál þegar ég sagði að mamma og félagar í Og-útlagarnir væru tvöfaldir Íslandsmeistarar í Línudönsum af því að þær eru tvöfaldir bikarmeistarar... Semsagt Íslandsmeistarar og tvöfaldir bikarmeistarar. Þau tóku báða titlana í ár þannig að það verður lagt fyrir bæjarstjórn Akraness hvort að Og-útlagarnir fái ekki skrúðgöngu og styrki eins og fótboltinn á Akranesi... það væri nú ekki amalegt að henda nokkrum millum í línudansarana eins og mylja undir rassgatið á aðal mafíunni á vestur-strönd Íslands... ÍA.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?