<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 04, 2005

Þrusuhelgi 

Það var smá skrall á manni þessa helgina... ekkert óeðlilegt samt ;)
Ég og Svabbi skelltum okkur á pool-mót á fimmtudaginum þar sem okkur gekk báðum frekar vel... við komumst í 8 manna úrslit en duttum þar út... hefðum báðir átt að fara lengra... ég bakkaði á svörtu í öðrum leiknum mínum sem varð til þess að ég datt út... en... you win some, you lose some... spilaði samt over-all mjög vel þetta kvöld.

Ég hef þegar gert grein fyrir föstudeginum og á laugardeginum gerði ég fátt annað en að slappa af og spila á gítar... svo um kvöldið skellti ég mér á Gaukinn aðallega til þess að sjá og heyra í Dúndurfréttum og þeir voru fo*?íng brillíant eins og alltaf... gaman að Nonni frændi kíkti með mér og hann var að sjá þá í fyrsta skipti... það er alltaf gaman að fara með svona 'first-timers' því þetta er svo klikkuð upplifun í fyrsta skiptið. Ég er búinn að fara með nokkrum 'first-timers' í gegnum tíðina og það er alltaf jafn gaman fyrir mig. Á eftir þeim spilaði einhver gaur sem hefur verið að spila með Mugison... alltílæ... en á eftir Dúndurfréttum var EKKI málið... Á eftir honum kom svo hljómsveit sem heitir The Telepathetics og mér fannst þeir bara nokkuð góðir. Spiluðu svona melódískt rokk sem minnti mig ótrúlega mikið á Muse. Skemmtilegar pælingar hjá þeim og vel útsett lög og góðir söngvararnir báðir (annar gítarleikarinn og bassaleikarinn). Ég reyni örugglega að redda mér disknum þeirra þegar hann kemur út. Á eftir þeim kom svo Óli Palli (Rokkland) og þeytti skífum... þá fórum við frændurnir fljótlega. Við hittum Þóru sys og röltum uppeftir laugaveginum og gerðum okkur klár að hitta DANNA BJÉ!!! Hann kom svo ekki þannig að eftir nokkra öllara gerðist fátt... nema hvað að við skemmtum okkur konunglega í biðröðinni hjá Hlölla, as always og svo hélt gamanið áfram eftir að við fórum í leigararöð sem við gáfumst upp á að bíða í... Röltum heim og þegar ég kom heim voru buxnaskálmarnar blautar upp að hnjám eftir að ég og Þóra hlupum niður Laugarveginn og renndum okkur í snjónum... (svona surf-fílíngur... hlaupa og renna sér á skónum sko...).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?