<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 25, 2005

Fær mann til þess að hugsa... 

Anes (Anders) yfirmaður minn í Neðstalandi (Frístundaheimili á vegum ÍTR í Reykjavík) fór snemma heim í dag. Eða réttara sagt fór hann ekki heim heldur á sjúkrahús hérna í Reykjavík til þess að heimsækja vin sinn sem greindist með krabbamein í dag. Það var stuttur aðdragandi að þessum veikindum og vinur hans er aðeins rétt-rúmlega þrítugur.
Maður kemst hreinlega ekki hjá því að hugsa um þetta og til þess að reyna að skilja aðstæður betur reyndi ég að setja mig í spor þeirra.

Ég veit náttúrulega ekkert hvers kyns þetta krabbamein er og einn dagur getur bara breytt lífi manns algjörlega. Ég get bara hreinlega ekki ímyndað mér hvernig það er að fá svona fréttir, þó svo að ég hafi nú greinst með húðkrabba á sínum tíma og það sé búið að skera mig á þremur stöðum. Það er kannski þessvegna sem ég hugsaði eitthvað meira um þetta heldur en maður myndi annars gera. Samt náði ég ekki setja mig í þessi spor (skiljanlega?).

Ég rölti heim að skrallinu á laugardaginn seinasta með skólasystur minni (sem ég ætla ekki að geta nafns vegna þess að fólk gæti hreinlega bara misskilið eitthvað og spurt hana hvort að hún væri þá komin með holdsveiki eða eitthvað álíka FÁRÁNLEGT!) og ég er alveg búinn að sjá það að maður hefur það ótrúlega fínt í lífinu. Ég meina það er alltaf eitthvað sem kemur uppá og allt það en ef maður tekur hlutunum ekki bara létt þá á maður bara eftir að verða stofnanamatur.
Bjúddífol myndi Mamma Rokk segja... ég reyndar komst að því á sínum tíma að sama hversu slæmt ástandið er, þá er alltaf einhver einhversstaðar sem hefur það verr heldur en maður sjálfur og það fær mann alltaf til þess að gera ekki of mikið úr einhverju þegar á móti blæs.

Í lok vinnudagsins var ég farinn að hugsa um hvernig ég myndi verja mínum síðasta tíma ef ég fengi eitthvað ólæknandi krabbamein... og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi eyða tímanum mínum í að gera eitthvað skemmtilegt með mínum nánustu, fjölskyldu og fjölmörgum vinum, ferðast og gera góðverk. Svona er maður skrýtinn... eða hvað? Sá bara fyrir mér fjölskyldu og vini brosandi... það var miklu skemmtilegri tilhugsun heldur en að sjá fyrir sér þetta sama fólk grátandi.

Rokkarinn... sáttur með lífið og tilveruna... brosandi.
Lag dagsins er 'Make me smile' með Chicago:
Children play in the park, they don’t know
I’m alone in the dark, even though
Time and time again I see your face smiling inside

I’m so happy
That you love me
Life is lovely
When you’re near me
Tell me you will stay
Make me smile

Living life is just a game so they say
All the games we used to play fade away
We may now enjoy the dreams we shared so long ago

Oh my darling
Got to have you
Feel the magic
When I hold you
Cry sweet tears of joy
Touch the sky

Now I need you more than ever
No more crying, we’re together
Tell me you will stay,
make me smile.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?