<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 29, 2005

Fyrirgefðu... 

Er eitthvað sem ég bjóst seint við að heyra frá gaurnum sem kýldi mig hérna um árið... en í morgun á vaktaskiptum kom hann til mín og baðst afsökunar á því að hafa ráðist á mig fyrir þremur árum síðan. Eins og mér einum er lagið sagði ég að það væri ekkert mál... en hann ætti að vita af því að það væri krafa á leiðinni á hann þar sem að við ætlum að festa dóm á hendur honum vegna tannlæknakostnaðar og miskabóta sem ég fékk aldrei. Hann játti því bara og mér sýndist hann alveg vita upp á sig sökina. Honum þótti þetta leiðinlegt, þ.e. að hafa valdið mér þessum 'óþægindum' en það verður fróðlegt að sjá hvernig hann bregst við því þegar krafan er komin.

Batnandi mönnum er best að lifa...

Ég veit það ekki... en ég held að ég hefði aldrei kært hann hefði hann komið framan að mér í stað þess að koma hérumbil aftan að mér. Ég sá höggið aldrei koma og eftir að ég stóð upp var hann kominn að Markinu (Ljóskulandi) frá Breiðinni og það er ekki eins og að ég hafi legið eitthvað í götunni... hann var mjög fljótur að hlaupa. Þetta var semsagt svona 'authentic hit-and-run' eins og maður segir. Ég sagði við hann að mér findist það lélegt af honum að hafa ekki komið framan að mér. Sleppti því nú reyndar að segja við hann að önnur ástæða að baki þess að ég kærði hann var sú að mér fannst gert mikið á minn hlut af þessum manni þar sem að ég var 'alltaf' að bjarga bróður hans út úr slagsmálum hérna í denn. Ótrúlega sárt að hafa bjargað bróður hans nokkrum sinnum út úr slagsmálum og svo er maður kýldur kaldur með 'hit-and-run' út af ekki neinu.

Hann sagði líka að ég hefði ekki átt þetta skilið. Sem ég veit fyllilega vegna þess að hann var að 'pikka fæt'.

En það er ekki eftir neinu að bíða... bíðum samt aðeins...

Lag dagsins í dag 'Hard to say I'm sorry' með Chicago

This page is powered by Blogger. Isn't yours?