<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 12, 2005

Góður dagur... 

Klukkan er reyndar rétt eftir miðnætti aðfararnótt fimmtudags... en ég ætla að skrifa þennan póst í nútíð eða samtíð í staðin fyrir að skrifa hann eins og ég hefði skrifað hann í gær... fyrir miðnætti semsagt núna...

Dagurinn í dag er dagurinn í gær... variggi eitthvað íslenskt dægurpoppslag á þessa leið? Góður dagur í dag allaveganna... (minni á fyrstu greinarskilin...) stundum er lífið bara þannig að maður virðir varla dags-daglegu hlutina viðlits. Lítil atriði eins og að bíllinn manns fari í gang... eða dramatísk takk-fyrir-daginn-í-dag-sakna-þín-þangað-til-á-morgun stemning í vinnunni er eitthvað sem maður vill oft taka sem of sjálfsögðum hlut... eða sem miður mikilvægum hlut.
Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er í þessu skapi núna... kannski af því að uppvaskið bíður mín? eða af því að ég nenni ekki að fara að sofa? Allaveganna... þá veit ég það ekki.

Dagurinn í dag, þessi hversdagslegi dagur byrjaði á því að ég fór með Kvikindið á verkstæði til þess að láta skipta um tímareim. Á leiðinni heim í strætó hitti ég frænku okkar systkinana úr 'Skagablaðshverfinu' og við spjölluðum alveg frá Kópavogi niður á Hlemm... ég fór á pósthúsið og sótti þar tvær bækur sem ég átti von á og rölti í köldu vorveðri heim framhjá Alþingishúsinu, Ráðhúsinu og Aðalbyggingu háskólans. Ég rétt náði að opna kassana áður en ég fór út til þess að setja vatn á DPD til þess að ég kæmist nú alla leið til læknis út á Seltjarnarnes. Ég er víst ekki með bólgu í eyrunum þó svo að mér finnist það og skv. lækninum má rekja þess tilfinningu til þeirrar staðreyndar að ég sé með eyrnarlokka í eyranu... hversu SILLY sem það hljómar. Eftir sturtu renndi ég uppí Kringlu til þess að fá mér 'eggjanúðlur með kjúkling' hjá Nings og beint í vinnuna. Krakkarnir voru bara ótrúlega þæg, stillt og góð í dag (eins og þau eru flesta daga...) og ég kvaddi Natösju. Ég og Natasja vorum að vinna saman í seinasta skipti í dag... því á sunnudaginn fer hún aftur heim til Júgóslavíu. DSJenný kom með kök-a sem var svona brúnkaka með últrakremi og þó svo að kökusneiðin sem ég fékk hafi verið c.a. 4x4 cm þá byrjaði ég bara að brosa eins og hálfviti við fyrsta bita (þessi kök-a var sætari en allt sem sætt er og ég fann bara hvernig sykurinn þaut á nanósekúndum út um allan líkamann og hverja einustu æð og ég bara brosti í eftirvæntingu eftir næsta bita. Að lokinni vinnu fór ég á DPD uppí Kópavog til þess að sækja Kvikindið og tók Anes (Anders) með mér. Ég tók til í DPD á nokkrum sekúndum og kenndi Anes (Anders) á helstu trikkin við DPD. Svo ók hann af stað á DPD og ég á Kvikindinu. Anes (Anders) ætlar að vera með DPD í láni þangað til að hann fer aftur út til Danmerkur (5. jún). Ég horfði á eftir DPD með miklum söknuði því þar fer þægilegur, áreiðanlegur og tilfinningalegur bíll... :'(

Ég kom heim og pakkaði inn gjöfinni fyrir Agga og hélt á HRC (HardRockCafé) í Kringlunni til þess að hitta Agga og Atla og fá mér eitthvað að jéda. Aggi var hæstánægður með gjöfina frá okkur systkinunum en við gáfum honum 'The Doobie brothers - Live at the Wolf trap' DVD og miða á tónleikana með 'Velvet Revolver'. Nettur pakki þar á ferð. Við ræddum um heima og geima... tónlist og ekki... hlóum mikið... eiginlega eins og skátastelpur stundum :þ

Ég og Atli renndum svo heim og kíktum aðeins í bækurnar sem voru að berast og fórum svo niður á Gauk á stöng til þess að hlýða á The Doors tribute bandið. Ég þekki persónulega 3 af 5 meðlimum þessarar hljónstar og var 98% ánægður með þessa tónleika. Fyrir hlé hjá þeim vantaði hreinlega eitthvað uppá sem vantaði SVO ekki eftir hlé. Algjör snilld og snilldarútfærsla. Daði og Börkur Birgissynir eru í þessu bandi ásamt Pétri Sigurðssyni en þess má til gamans geta að Birgir faðir þeirra bræðra kenndi mér í grunnskóla og Pétur ætlar að vera með mér í hljómsveit (þó ekki í fyrsta sinn) núna í sumar og vetur (til að byrja með).

Sit hérna heima... bara nett ánægður með hversdagsleikann og íhuga alvarlega að byrja á uppvaskinu...

Lag dagsins er 'To be or not to be...' með Shakespear. :þ

This page is powered by Blogger. Isn't yours?