<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 11, 2005

Helga ammælisbadn 

Hún átti ammælígjær... hún átti ammælígjær... húnáttiammæææææælígjær'únHELGA! Hún átti AMMÆLÍ (Mamma Rokk í bassa) GEJÆÆÆEER!
Til hamingju með afmælið í gær essgu systir. Ástæðan fyrir því að ég setti þetta ekki inn á bloggið mitt í gær er einfaldlega sú að ég komstiggi í tölvuna mína fyrr en eftir miðnætti og þá komst ég ekki heldur inn á bloggerinn. Sry dúd.

Fór í gær á hljónstaræíngu á nýja bílnum mínum. Stoppaði fyrst í Lasanja hjá Mömmu Rokk. Við hringdum í Helgu til að óska henni til hamingju með daginn en þá kom á daginn að hún var bara ekkert heima. Ég þakkaði henni KÆRLEGA fyrir að vera ekki heima á afmælisdeginum í símsvarann. Svolítið dónalegt... en hey... allt er grín í alvöru nema alvara sé!

Hlynur hrindi svo í mig í gærkvöldi til þess að tilkynna mér að hann væri búinn að missa sína fyrstu tönn! :D Ég spurði hann að því hvernig það væri að tala svona tannlaus... „Ég tala alveg rétt sko... eða alveg venjulega.“ HAHA... snillingur. Ég er að fara að sækja hann núna á morgun og horfa á hann ásamt fleirum í leikskólanum performa á útskriftinni sinni. Ég hlakka til.
Svo þegar símtalið var næstum hálfnað bað hann mig um að bíða aðeins á meðan hann skryppi á klósettið að pissa! :þ Ég heyrði að hann lagði niður tólið og svo kom hann eftir smá stund. Samtalið endaði svo á þessum nótum: „Heyrðu pabbi, Strákarnir eru að byrja... má ég...“ Mér fannst svolítið eins og hann ætlaði að spyrja hvort að hann mætti ekki bara hringja í mig þegar þátturinn væri búinn... en ég kvaddi hann bara með því að segjast ætla að sjá hann ekki á morgun, heldur hinn.

Ótrúlegt hvað þau stækka fljótt þessi börn.

Ég fór með Kvikindið á verkstæði í morgun til þess að láta skipta um tímareim. Betra að gera það fyrr en seinna vegna þess að þetta getur eyðilagt vélina ef tímareimin fer. Suggested tími til þess að láta skipta um tímareimina er 70-90 þúsund kílómetrar.

Fattaði það svo þegar ég var kominn upp í Mosó (eða Mosfellssveit eins og Svabbi kallar þetta) að gangnalykillinn var heima í Díp Pörpúl Drekanum... en ég hringdi núna áðan í Spöl og Lára skápalesari sagðist nú ætla að redda þessu fyrir mig og flytja lykilinn yfir á Kvikindið. Hún sagði mér einnig að drífa mig í að fá mér nýjan lykil og festa kvikindið í gluggann á Kvikindinu... því annars fengi hún myndir af mér í hvert skipti sem ég færi í gegnum göngin. Mér finnst það nú bara krúttlegt (vek athygli á umræðunni um fullorðna karlmenn sem nota orðið 'krúttlegt' seinna... það er nú bara krúttleg umræða...) og ég myndi leggja töluvert á mig til þess að hún gæti nú fengið sæmilega skopmynd til þess að hafa á 'Desktopinu' í tölvunni sinni... hún hló bara að því og sagði að það yrði ekkert sniðugt... kannski ekki til lengdar... true.

En allaveganna... þá er ég ekki með eyrnabólgu og þeir sem eru í læknisfræði lenda í því að það er farið heim til þeirra til þess að fullvissa prófnefn um að þeir séu í raun veikir ef þeir segjast vera veikir... hversu leim er það?!?

Lag dagsins er Sýndu mér leiðina með Pétri Framtönn eða 'Show me the way' w/Peter Frampton.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?