<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 09, 2005

Jæja ppl (pípol) 

Ég þurfti aksjúallí að skoða bloggið mitt til þess að komast að því hvenær ég bloggaði 'almennilega' seinast... 25. apríl... Kommon!

Það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan þá...
Látum okkur nú sjá... 29. apríl var ég með ammælispartý hérna sem tókst með afbrigðum vel. Ég bauð flestum af mínum vinum og hefði viljað bjóða fleirum en plássið leyfði það ekki! Ég troðfyllti íbúðina mína af frábærum vinum og fékk m.a. í ammælisgjöf: 2 rauðvínsflöskur, hvítvín, Tenacious D - The complete master works, inneign í Kringlunni rakspíra, sápukúlur, einnota myndavél og nærveru nokkra sem ég hef ekki séð í alltof langan tíma. Ég bjó til grillpinna til þess að grilla á grillinu sem Valla og Addi lánuðu mér. Þetta voru algjörir snilldarpinnar og svo grillaði ég líka rauðlauk í hlynsírópi... Mmm... algjör snilld.
Til að gera langa sögu stutta kom Villi Magg með Djembe-ið sitt, eina Konga-trommu og 2 litlar bongó. Leibbi kom með harmonikku sem afi hennar Rutar (kærustu Leibba) á. Ég og Danni Bjé spiluðum á gítar, Gulli spilaði á skeiðar og flestir sungu með! Þetta var ótrúlega gaman!!! :D
Ræstingarstjórinn í húsinu kom til mín 11:45 og bað okkur um að stoppa mússíkina sem við gerðum og pöntuðum leigara. Við fórum niður í bæ og skemmtum okkur vel eitthvað frameftir.
Á þriðjudeginum hringdi yfirumsjónarmaður fasteigna Stúdentagarðanna í mig til þess að ræða við mig um kvörtun sem barst vegna ÝMISSA atriða... allt skrifað á mig!
Ég hlustaði með athygli á meðan hún renndi yfir það sem var fjallað um. Þetta var nokkurnveginn á þessa leið:
-Partý á föstudeginum sem endaði með brotnum húsgögnum!
Ókey... það reyndar eyðilagðist stóll hjá mér en við hlógum bara að því þegar Jonni seig hægt afturábak í stólnum. Það var komin sprunga í járnið (svona óldskúl bast-eldhússtólar sem voru til á hverju heimili...) og þetta var nú bara tímaspursmál hvenær stóllinn myndi fara. Hann pompaði ekki eða neitt... þannig að það var enginn skaði skeður.
-Grill í gangveginum!
Ókey... ég fékk lánað grillið á föstudegi hjá Völlu og skilaði því á miðvikudegi. Grillið var fyrir utan útidyrahurðina hjá mér í 5 daga og þar sem að ég þekki 3 af 4 einstaklingunum sem grillið er í 'gangveginum' hjá þá veit ég að þeir hefðu sagt eitthvað við mig hefði þetta verið fyrir þeim eða farið í pirrurnar á þeim... sem þeir gerðu ekki.
-Reykingar í sameign!
Ókey... ég reyki fyrir utan hjá mér og það getur ekki verið að það sé hægt að banna mér að reykja 'í sameigninni' þar sem að þetta eru pallarnar fyrir utan hjá okkur! En ókey... ef það er bannað þá eru fleiri í þessu húsi sem reykja og ég veit að við erum a.m.k. 3 á minni hæð sem reykjum... þannig að það er ekki hægt að skrifa eingöngu á mig.
-Skjóta stubbum út um allt!
Eins og þeir sem koma til mín í heimsókn vita að þá er ég með flösku með vatni í til þess að setja stubbana í. Þetta er yfirleitt Coke-flaska þannig að það er tappi og engin viðbjóður af þessu nema útlitslega.
-Skjóta stubbum inn á leikskólann (lóðina) fyrir aftan húsið!
Riiiiiiiight! Auk þess er mjög erfitt að drífa þangað án þess að vera með einhvern killer meðvind.
-Rafgítaræfingar!
HAHAHA... en ég gríp af og til í kassann... ég spila ótrúlega sjaldan á rafmagnsgítar hérna í íbúðinni og þegar ég geri það þá hef ég verið að spila í gegnum 'Lúppsteisjonið' mitt og þá alltaf með heddfóns... ég nenni ekki að vera að spila gegt lágt þegar ég get blastað í eyrun á mér. Þar að auki finnst mér ágætis virðing við nágrannana mína að spila ekki á kvöldin eftir 10(22) þar sem að ég veit að það eru ekki allir með sama tónlistarsmekk og ég (því er nú verr...).
Yfirumsjónarmaðurinn ætlaði nú alltaf að senda mér skriflega kvörtun en ég er búinn að bíða núna í nokkra daga og það bólar ekkert á henni... ég vill endilega fá hana vegna þess að mig langar til þess að svara fyrir mig... auðvitað lofa ég betrun og bótum... sérstaklega með að skjóta stubbum inn á lóð leikskólans og vera með grill fyrir utan íbúðina mína... sér í lagi.

Ég veit nú alveg hvaðan þessi kvörtun kemur og ég læt það ekkert fara í mig... kvartarinn hefur haft horn í minni síðu frá því að ég kom hingað... og það er líklegast af því að ég reyki... eða á vini eða eitthvað álíka... Mér er alveg sama, læt það ekki fara í mig frekar en annað... samkvæmt námsefninu leiðir pirringur bara til streitu og kvíða sem getur haft neikvæðar sálrænar afleiðingar og þó svo að ég tali nú ekki um líkamleg einkenni og lýti (sem þessi manneskja má ekki við). Útrætt.

Á laugardeginum 30. apríl spiluðum við í Álversbandinu í afmæli hjá Sigurjóni hljómborðsleikara sem haldið var í Sörlaheimilinu einhversstaðar lengst fyrir utan Hafnafjörð. Spileríið gekk rosalega vel og við spiluðum í svona 2 og hálfan tíma! Gegt stuð.

Á þriðjudeginum fékk ég svo úr tryggingunum og var það töluvert lægra en ég hafði haldið... en hey... fékk að halda bílnum. Hann er ekki ennþá seldur.

Á föstudaginn skaust ég til Selfoss með rútu og hitti Rögnu vinkonu, við rúntuðum um bílasölurnar á Selfossi og ég renndi svo heim seinnipartinn á Kvikindinu. Ég hugsa að Kvikindið flokkist frekar undir frúarbíl í staðinn fyrir hnakkabíl... en það er allt í lagi. Staggreiddi Kvikindið og fór heim með bros á vör.

Svo eftir prófið í dag renndi ég með Kvikindið í skoðun og þetta er í fyrsta skipti sem ég á bíl sem rennur í gegnum skoðun án fjárútláta! Þokkalega ánægður með það :D
Kvikindið er Toyota Corolla Luna H/B árg. 1998, ekinn 80þús. og það er mjög frúarlegur litur á honum... en það er alltílæ. Kann ekki að lýsa þessum lit án þess að sjá skoðunarvottorðið. Set inn mynd af honum einhverntímann.

Ójá, btw... Valla... ég vaxaði eina rönd af sköflungnum á mér einhvern tíman þegar ég var í Kynjafræðinni... bara til að prufa og það var SÁRT! Ég er feginn að ég hafi ekki byrjað í náranum! 0_0 Sjetturinn!

HAHAHA... en þetta er ágætislesning í bili. Ég er búinn í prófum og byrja ekki í Alvörunni (Álverinu) fyrr en 22. maí... svo förum við feðgar út 11. jún til Danmerkur... ég verð að viðurkenna að það er kominn svolítill spenningur í mig! :D

Lifi rokkið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?