<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 19, 2005

Kettlingurinn og köngulóin 

Kejettlíngurinn ég fór áðan uppá skrifstofu Stúdentagarða til þess að malda aðeins í móinn í sambandi við kvörtunina sem mér barst. Ég sat þarna frammi og talaði við forstöðukonuna á meðan tveir aðrir starfsmenn stóðu yfir mér! Þetta var óþægilegt. En samt sem áður náði ég alveg að koma mínu til skila og forstöðukonan taldi þetta ekki vera of alvarlegt þó svo að bréfið hafi verið harðyrt viðvörunabréf. Mér er ótrúlega létt eftir að hafa talað við hana og mér þótti hún sýna mér skilning. Hún sagði t.d. að þegar væri farið að nálgast próf þá væri yfirleitt meiri pirringur í fólki og að það væri líklegra að fólk sendi inn kvörtun í stað þess að fara og biðja um að lækka eða leiða þetta hjá sér.
Ég er nefnilega búinn að vera hálfhræddur um að grípa í gítarinn hérna heima vegna þess að vera mín á görðunum er núna algjörlega á valdi og miskunnar eins aðila í húsinu, sem getur skilgreint orðið hávaði alveg nákvæmlega eins og henni sýnist! Það er helvíti hart finnst mér...
En ég er búinn að lofa bót og betrun... sem verður a.m.k. út sumarið þar sem að Hlynur verður hjá mér alla daga sem ég er ekki að vinna nema 3. Það er ágætt... og svo fer að styttast í DENMARK! En það verða þá greinilega einhverjar breytingar hér í haust:
Ekki partý langt fram á nótt 2svar í mánuði, engum sígarettustubbum skotið út á leikskólalóðina, ekkert grill í gangveginum og alls engar rafmagnsgítaræfingar! Það ætti nú ekki að vera mikið mál að halda þessu til streitu þangað til annað hvort okkar klárar skólann... ég eða miskunnarsami nágranni minn?

Gleymdi að segja ykkur frá köngulónni. Þóra kíkti til mín seinnipartinn í gær og tók eftir því að það var könguló c.a. 30-40 cm frá gólfinu fyrir framan þar sem svalarhurðin hjá mér er. Þegar ég fór að skoða þetta betur þá var hún búin að spinna þvílíkan vef frá því í nótt!!! Af því að ég lét rúllugardínurnar síga áður en ég fór að sofa í gær, nokkuð eftir miðnætti. Hún hefur verið innan við 10 tíma að sansa þennan þvílíka vef... ég tók af henni myndir og set þær annað hvort inn í dag eða á morgun. Kannski ég noti tækifærið og smelli nokkrum af Kvikindinu í leiðinni? Aldrei að vita.

Lag dagsins er 'Andlegt ofbeldi' með 'Nágrönnunum' eða 'Mental abuse' m/ 'The neighbours'.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?