<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 18, 2005

Skilningsleysi? 

Ég hef aldrei almennilega skilið muninn á kynferðislegum pælingum milli kynjanna. Og ég hef aldrei áttað mig á öllu þessu venus og mars dæmi. Ég hef aldrei fattað afhverju karlar hugsa með hausnum og en konur með hjartanu, bara hljómar rangt.

T.d eitt kvöld í síðustu viku, vorum við konan að koma okkur í rúmið. Þú veist, ástríðan fer síðan í gang og maður gerir sig líklegan til góðra gjörða. Þá tekur hún upp á því að segja "Æi ég er eiginlega ekki í stuði fyrir þetta núna, ég vil bara að þú haldir utan um mig"

Ég segi lágt( en hrópa í kollinum) HVAÐ!!!!!!!. Hvað er eiginlega í gangi hugsa ég.

Hún svara furðulostna svipnum mínum með því að segja: "Getur þú ekki bara elskað mig fyrir hver ég er en ekki fyrir hvað ég get gert fyrir þig í rúminu."

Það sem allir kærastar/eiginmenn hræðast mest að heyra frá konunni sem þeir ætla að eyða lífinu með er: "Þú ert bara ekki í snertingu við mínar tilfinningalegu þarfir sem kona og því er ég ekki klár í að fullnægja þínum líkamlegu þörfum, sem maður.

Þegar ég áttaði mig á því þetta kvöld að ég var ekki að fá neitt, snéri ég mér við og fór að sofa. Strax næsta dag ákvað ég að taka mér frí frá vinnunni til að geta eytt deginum með konunni minn. Við fórum út og fengum okkur hádegismat saman og fórum svo í eina af tveimur stóru, stóru fjölverslunum þar sem er hægt að fá nánast allt. Ég gekk um með henni á meðan hún mátaði hin og þessi dress sem kostuðu mis mikið en flest þó mjög dýr. Hún var að vandræðast mest með einhver tvö dress, hvort dressið hún ætti að kaup. Þar sem ég var fullur iðrunar á skilningsleysinu mínu gagnvart henni kvöldinu áður sagði ég, "því kaupir þú ekki bara bæði."

Hún vildi fá nýja skó sem pössuðu við nýju dress-IN. Þannig að ég sagði, "Því ekki að kaupa þá bara 2 pör". Þar á eftir lá leið okkar að skartgripadeildinni þar sem hún rasaði út og valdi flott par af demanntseyrnalokkum.

Ég get sagt ykkur það, að hún var svo spennt yfir þessu öllu saman að ég hef bara sjaldan séð annað eins, líklega haldið að ég væri að reyna að nálgast hana betur en ég hafði áður gert. Ég hélt í smá stund að hún væri að testa mig, hún nefnilega bað mig um svona tennis-svitaband, og hún spilar ekki tennis. Ég held að hún hafi orðið frekar hissa þegar ég sagði "já já , það er í góðu ástin mín". Hún var nánast að fá kynferðislega fullnægingu í öllum þessum innkaupa hamagangi.

Brosandi út að eyrum full af væntingum og ánægju sagði hún loksins "Jæja, ég held bara að þetta sé allt" (gott hugsaði ég og leit á tvær stútfullar innkaupakerrur af hamingju). Við skulum fara á kassann og borga !!!!

Ég gat varla hamið mig þegar ég sagði við hana "Nei elskan, ég er bara ekki stuði fyrir þetta núna."

Andlitið á henni varð skyndilega bara autt, eitt stórt ekkert. Kjamminn á henni lafði niður á gólf, þegar hún loksins kom útúr sér... HVAÐ?!?

Þá sagði ég "Nei í alvöru elskan, ég vil bara að þú haldir á þessu í smá stund, Þú ert bara ekki í nægri snertingu við fjárhagslegar þarftir mínar sem maður til að ég geti fullnægt þínum fjárhagslegum þörfum sem kona.

Og akkurat þegar hún gaf mér þetta augnaráð eins og hún væri að fara að drepa mig, bætti ég við "Afhverju getur þú ekki bara elskað mig fyrir hver ég er, en ekki fyrir það hvað ég get keypt handa þér.

Það er óþarfi að tíunda eitthvað frekar um það en ég fékk ekkert þetta kvöld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?