<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 28, 2005

AAAAARG!!! 

Það er svo gaman að blogga núna... allt að gerast...
Ég hringdi í dag til Danmerkur og reddaði mér gistingu :)
Skoðaði svo að sjálfsögðu www.roskilde-festival.com til þess að tjékka almennilega á því hvaða bönd ég er að fara að sjá í SÓL OG SUMARYL!!!

Ég ætla að sjá:
Velvet Revolver (hmm... engin veikindi?)
Audioslave (uppáhaldssöngvarinn minn í heiminum... allir að hlaupa út í búð og kaupa Euphoria morning með Chris Cornell. Án efa flottasta sólóverk síðan... síðan... THE LAND BEFORE TIME).
Black Sabbath (gamlir karlar með Gibson gítara... næs...)
Jimmy Eat World
Foo Fighters
Green Day

Svo eru þarna nokkur bönd sem verða að mæta afgangi... maður kíkir ef maður getur... en annars verður þetta þannig að maður verður ekkert mikið á hlaupum... nema kannski til að fylla á ölið. Ekki þarf maður að fara á klósettið ef að rætist úr veðurspánni þar sem í 25°C hita breytist líkami minn í ákveðna 'refinery' eða nokkurs konar endurvinnslustöð sem heldur fullkomnum 'ballans' á milli þess að innbyrða vökva og svitna :) Ég held að ég hafi farið tvisvar á klósettið á Hróarskeldu 2003! HAHAHA Djók! :þ

En maður reynir nú kannski að kíkja á:
Brúðarbandið (ef ég verð kominn í tæka tíð)
Kent (one-hit-wonder.com)
Röyksopp (alveg steiktir gaurar)
Duran Duran (bara til að geta verið á undan öllum öðrum)
Brian Wilson (Good vibrations... surf's up)
Interpol

Any thoughts ppl? Koma svoh... enga öfund... ég tek myndir og vídjó fyrir ykkur :)
Lag dagsins er án ef 'Ég er bara heppinn gaur' eftir mig við lagið 'Súrmjólk í hádeginu' eftir Bjartmar Guðlaugsson. Það er svona:

Ég er bara heppinn gaur sem fer til útlanda,
skelli mér á Hróarskeldu í boði Rásar tvö.
Enginn skilur þessa heppni sveimandi' yfir mér
er ég tralla uppí vélina klukkan korter yfir sjö.

Sabbaþ í hádeginu' og Ádjósleif á kvöldin
mér er sagt að þegja þegar Djúran tekur lag.
Grín dei í kaffinu, velvettið tekur völdin
é' er orðinn svo spenntur að ég vona' að ég fáiggi slag!

Ég er bara heppinn gaur sem fer á Hróarskeldu,
að horfa' á allar hljómsveitirnar spila lögin sín.
Ég sit þarna alveg agndofinn meðan þið sitjið öll heima
Nau! heyriru hvað hljómsveitin er obboðslega fín!

___Og svo allir með___

Sabbaþ í hádeginu' og Ádjósleif á kvöldin
mér er sagt að þegja þegar Djúran tekur lag.
Grín dei í kaffinu, velvettið tekur völdin
é' er orðinn svo spenntur að ég vona' að ég fáiggi slag!

HAHA

This page is powered by Blogger. Isn't yours?