<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 03, 2005

Í fréttum er þetta helst! 

Þetta stefnir í að vera eins og í fyrrasumar... að maður bloggi bara hreinlega ekkert þegar maður er að vinna... það fer náttúrulega allur tíminn í að vinna, sofa og browsa á Íbei fyrir hann Einar sem er að fara að kaupa sér Fender Jazz Bass, 50 ára afmælisútgáfu, nánar tiltekið :)

Vinnan er bara eins og hún er og það er snilld að hafa snilling eins og hann Axel Frey með sér á vakt. Svo er annarskonar snillingur að vinna þarna sem lét það út úr sér um daginn að hann væri nú búinn að lesa sér aðeins til um 'þetta Víagra'. Hann sagði: „Ég er nú búinn að vera að lesa mér til um þetta Víagra... og þeir fullyrða að maður geti verið með standpínu í 30 klukkustundir! Ég fer nú ekki að borga morðfjár fyrir auka 6 klukkutíma!“ Sorglegt eða fyndið? You tell me...

Ég er að fara að sækja Hlyn á eftir... ég er bara ekki búinn að sjá drenginn í rúmlega tvær vikur... ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Við ætlum að plana Danmerkurferðina núna um helgina... hvert við ætlum... hvað við ætlum að gera og hvað við ætlum að skoða... það verður spennó! Ég get svarið það að ég las það eða heyrði það einhversstaðar að vegna nýju Barnalaganna þá yrði það foreldri sem ætlaði með barnið sitt erlendis þyrfti að hafa skriflegt samþykki hins foreldrisins... þó svo að um sameiginlegt forræði væri að ræða. En ég er núna búinn að tala við alla stjórnsýsluna á Íslandi, aðallega frá Keflavík uppí Borgarnes og samkvæmt tollinum (eða reyndar einhverjum ákveðnum starfsmanni tollsins) þá er allt í lagi að ég fari með hann út svo lengi sem ég hafi samþykki hins foreldrisins. Spez, en samt þarft sittjúeisjon, svo að maður fari nú ekki að stinga af með krakkið eitthvað til útlanda án þess að láta kóng né prest vita.

Ég og Hlynur förum svo bráðum að æfa fyrir brúðkaupið sem við erum að fara að sjá um tónlistina í. Þetta er semsagt ekki Hlynur MINN heldur annar Hlynur sem er saungvarinn í Norðuráls-bandinu. Upphaflega hugmyndin var sú að það yrði önnur skipan hljóðfæraleikara en þar sem það er bara hreinlega ekki hægt að treysta á suma, varð þetta úr... ég reyndar talaði við Hlyn fyrst því að við náum vel saman og mér finnst hann bara vera orðinn frekar góður söngvari. Hann verður að sjálfsögðu í front og ég spila á gítar og bakraddir. Geðveikt stuð. Spurning um að við spilum á Mörkinni einhvern tímann í haust... ég væri meira en til... en það er bara eiginlega ekki hægt fyrr en að vaktakerfið í álverinu breytist í haust.

Og svo rúsínan í pylsuendanum!!!
Norðurálshljómsveitin verður með ball á Breiðinni á Akranesi þann 5. ágúst næstkomandi!!! Þetta ball verður að sjálfsögðu opið öllum og það sem betra er, er, að það verður frítt inn!!! Það er ALGJÖR skyldumæting á þetta gigg hjá okkur og það er spurning hvort að maður eigi að bjóða nágrannanum frá helvíti á ballið...? Segja bara við hana að ég setji hana á gestalista :þ
Það er reyndar ekki komið nafn á hljómsveitina en við erum farnir að hallast nokkuð mikið að nafninu: Vinir Tomma. Sem er náttúrulega bara snilld ;)

Á ekki að mæta?!?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?