<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 27, 2005

Hvað er gaurinn að fara??? 

Bara velti því svona fyrir mér... ég stóð fyrir utan í smók áðan og var að fylgjast með járnsmiði klifra upp veggin á húsinu... Þetta gefur 'klettaklifur' svolítið nýja merkingu. Þegar ég fór inn var hann kominn á miðja aðra hæð... c.a. 4 metra! Hann er kannski að æfa sig fyrir heimsmeistaramótið í klettaklifri?

En í aðra sálma... ég og Þóra sys skelltum okkur á Batman Forever and ever and ever í gærkvöld og ég verð að segja að hún kom mér bara skemmtilega á óvart. Gaman að sjá íslenskt landslag og svona... Hún var þó pínku langdregin fyrir hlé en frábær afþreying samt. Skemmtilegt að sjá Gary Oldman í hlutverki 'góða karlsins' þó svo að hann hafi verið svolítið bældur karakter. En það er tvennt sem fór í mig... slagsmálaatriði þar sem að myndavélin er alveg ofan í þeim sem er að slást og hreyfist svo hratt að það sést ekkert hvað er að gerast... svona 'Piff' - 'Plaff' og 'Whamm' fílíngur eins og í eldgömlu Batman þáttunum. Hitt var að atriðið þegar mamma hans og pabbi deyja er ekki eins og í orginal Batman myndinni. Leiðinlegt af því að það hefði verið hægt að edita senuna úr Batman myndinni og látið það passa betur... díteils... það snýst allt um díteils.

Næsta Batman mynd kemur eftir 2-3 ár og maður veltir því bara fyrir sér hvað hún fjalli um og sérstaklega hvað hún kemur til með að heita... Batman never retires... :þ

Eníhú... ég bíð bara við símann eftir að Óli Palli hringi... spenntur eins og grjón.

Lifi rokkið... lag dagsins er 'Preaching the end of the world' með Chris Cornell sem ég fer að sjá eftir nokkra daga!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?