<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 23, 2005

Mússí mússí... 

Sko... ég er búinn að fá mér bjór og hlusta á Dúndurfréttir í kvöld og maður verður alltaf aðeins viðkvæmari fyrir vikið. Atli bró, mamma Rokk, Þórður og Arnar komu líka á Dúndurfréttir í kvöld og mér fannst það bara góðs vitis að mamma var að fíla þá í botn. Hún var nú ekki einu sinni með eyrnatappa eins og sönnum rokkara sæmir EKKI þannig að þetta telst nú alveg fullgilt!!!

Mamma Rokk var samt að segja mér að hún væri alltaf að sjá það betur hversu heppin hún er í lífinu. Mjög náin vinkona hennar veiktist skyndilega um daginn og er búinn að kljást við veikindi núna í langan tíma og þessi frásögn endar bara í hryllingi. Ég vill ekkert nánar fara út í það... en með allt til hliðsjónar hvað er maður þá að kvarta þó að það blási aðeins á móti í lífinu? Ég er líka svona eins og mamma hvað það varðar að ég tel mig vera mjög heppinn í lífinu og njóta fríðinda sem aðrir koma aldrei til með að kynnast. Maður setur hlutina bara oft ekki í samhengi þar sem að manni finnst maður vera svo ótrúlega einn í heiminum hérna á Íslandinu góða.

Ég tel mig vera mjög heppinn í lífinu og sérstaklega hvað varðar vini og fjölskyldu... reynslan er bara til þess að læra af henni þó svo að það sé algjör staðreynd að 'history repeats itself'. Einn af mínum bestu vinum sagði við mig fyrir mörgum árum síðan að líta á vandamál/hindrum/erfiðleika þannig að eftir viku/mánuð/ár eða jafnvel áratugi þá lítur maður á það sem kom upp og hlær að því eða brosir að því hvernig maður tók á því. Auðvitað er það satt... og það hefur meira að segja komið fyrir mig nokkrum sinnum að maður hefur hlegið að einhverjum hlut mörgum mánuðum seinna sem var alveg á þeim tíma þannig að himinn og jörð væri að farast. Ef maður smælar ekki framan í heiminn þá smælar heimurinn ekki til baka... og það er sjaldan það svart að það sé ekki einhver, einhversstaðar í heiminum sem hefur það verr en þú... þetta er bara mottó sem ég lifi eftir og er ég ekki betri maður fyrir vikið? Allaveganna gagnvart 'sinnunni' minni...

En yfir í allt aðra sálma... ég hringdi í Hlyn minn í dag til þess að heyra í honum hljóðið. Það er vika í dag frá því að við komum heim úr 'fylleríinu' okkar, reynslunni ríkari og með brosið út að eyrum. Legófylleríið tókst semsagt alveg fullkomlega hjá okkur og verður seint endurtekið. Pjakkurinn ekki nema 6 ára og búinn að fara til 2 landa... hann á eftir að ferðast til margra landa, alveg eins og kom fram hjá móður hans þegar hún fór til miðils hérna í denn og hann var bara möffinns í ofninum (ekki offissíjallí orðinn að köku...).

Af mér er það að frétta að ég og Hlynur (stóri... ekki minn) erum að fara að spila í brullaupi á laugardaginn og búnir að æfa af allt skinn af gítarputtum og 'innaníhálsi' og svo er ég að fara aftur út!!!

KALLINN VANN Í GÆR FLUG OG MIÐA INN Á HRÓARSKELDUHÁTÍÐINA ALRÆMDU Í SMS-LEIK Á RÁS 2!!!

HALDIÐI AÐ SJÉ... DANNI BJÉ!!!

Ég ætla að sjálfsögðu að lifa lífinu til fulls og skella mér út á Hróarskeldur... kaupa mér kassa af Tuborg... kældum... og hlusta á ædolið mitt, hann Chris Cornell í Audioslave eða Kristófer Kormáksson í Hljóðþrælnum auk þess að kíkja á Ozzy með Black Sabbath.

Sjjjjeeeeeeeeeeetttttturinn hvað ROKKIÐ LIFIR!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?